laugardagur, september 30, 2006

Amma á afmæli



Í dag á hún elskulega mamma mín afmæli og er hún aðeins 49 ára. Til hamingju elsku mamma, amma og tengdó, með daginn, við elskum þig.

Fengum þær sorglegu fréttir í gær að frænka mín og vinkona okkar, Bára á Lyngási hefði látist í gær fyrir aldur fram. Banamein hennar var krabbamein. Bára var 55 ára.

Fórum í dag fjölskyldan í afmælisveislu hjá gymnastikhópnum hennar B. Leikstofan var 7 ára. Fengum kökur, kanilsnúða, popp, djús og kaffi og börnin fengu 2 afmælispakka og nammi í poka. Allir voru auðvitað látnir gera hinar og þessar æfingar áður en raðað var í sig veitingunum.

Jæja, rólyndiskvöld framundan, borða góðan mat og jafnvel opna eina rauðvín með, já rauðvín, við gamli erum nefnilega orðin fullorðin.

Hafið það sem allra best og farið varlega. Ævintýrafararnir.

fimmtudagur, september 28, 2006

Lítið að frétta



Þessi tvö (veit ekki um þennan í miðjunni) eru ennþá í skýjunum eftir LEGÓLANDS ferðina.

Annars er bara lítið að frétta af okkur þessa dagana. Við mæðgurnar fórum í vikulegu gymnastikina í gær og skemmtum okkur konunglega eins og vanalega.

Sá gamli fór á kóræfingu og var víst slæm mæting, kominn nýr kórstjóri vegna barnsburðarleyfis fyrri stjórans. Er hálflasinn þessa dagana þessi elska, fullur af hori.

Litli kútur alltaf að stækka, borðar orðið 3svar á dag og er alltaf kátur. Erum að byrja í aðlögun í næstu viku hjá dagmömmunni.

Biðjum að heilsa í bili. Ævintýrafararnir.

þriðjudagur, september 26, 2006

Jótlandsferð

Keyrðum til Sönderborg á föstudaginn, tók okkur 4 klst og 10 mín með tveimur stoppum. Lentum í dýrindis máltíð hjá Rangæinga Hafdísi og Leif og börnum þeirra, Ísaki Frey, Rebekku Rut og Sólbrá Söru.
Spjölluðum fram eftir morgni, jáhá margt að rifja upp, komin tvö ár frá því við hittumst almennilega síðast.
Skelltum okkur til Flensborgar í Þýskalandi á laugardeginum, röltum um, versluðum og fengum okkur að borða. Komum svo við á grensanum á leiðinni heim og versluðum vín, gos og nammi.
Ætluðum að gista á gistiheimili nálægt LEGÓLANDI laugardagsnóttina en gistum bara í staðinn aðra nótt í Sönderborg.
Það var alveg rosalega skemmtilegt að heimsækja þau og við eigum alveg örugglega eftir að gera þetta aftur, þannig að þið vitið það Hafdís og Leifur, við komum aftur.

Vorum mætt í LEGÓLAND milli 10 og 11 á sunnudeginum. Frábært veður eins og sést hér á myndunum. Myndirnar tala sínu máli.





Vorum svo komin heim um 21.30, lúin en alsæl með helgarferðina.

Í gær fórum við AR í babymusik, mjög gaman.

Í dag á, æskuvinkona mín og rangæingur, Jóna Sigga afmæli og er hún aðeins 32 ára. Innilega til hamingju með daginn elsku vinkona og hafðu það sem allra best.

Við AR erum núna að passa vin okkar Albert á meðan mamma hans er eitthvað að útrétta. Vorum að mæla AR í gær, orðinn 71.5 cm og 9.1 kg.

Veðrið er hreint og beint frábært þessa dagana, sól og blíða. Maður er ekki alveg í þeim gírnum að það sé 26. september.

Jæja, best að sinna drengjunum.

Venlig hilsen. Ævintýrafararnir.

föstudagur, september 22, 2006

Legoland, her kommer vi!!!!


Jibbí, erum núna að leggja af stað í ferðalagið okkar. Erum búin að leigja okkur bíl og ætlum að keyra til Hafdísar og Leifs í Sönderborg en fyrir þá sem ekki vita er Sönderborg rétt við landamæri DK og Þýskalands.
Ætlum að gista hjá þeim í nótt og eyða með þeim morgundeginum, eflaust verður nú kíkt yfir til Þýskalands og verslað aðeins á gransanum.
Annað kvöld ætlum við að gista
HÉR.
Sunnudeginum ætlum við svo að eyða í
LEGÓLANDI.

Komum með ferðasöguna eftir helgi.

Bæjó. Ævintýrafararnir.

fimmtudagur, september 21, 2006

Sex mánaða gutti


Þessi sæti snáði er sex mánaða í dag. Já fyrir sex mánuðum kl. 11:02 kom hann í heiminn okkur foreldrunum til mikillar gleði og er enn.
Við AR fórum niðrí bæ í morgun að sækja miða á FCK leikinn sem er um helgina. Fékk hann frítt og ákvað að gefa Christian frænda hann því við verðum nátturlega ekki heima til að fara á leikinn.
Er að fara í plokkun og litun til Ragnheiðar, (Eyjó mágs míns systir)Hun býr hérna í þarnæstu blokk, maður verður nú að líta vel út um helgina.

Farvel. Ævintýrafararnir.

miðvikudagur, september 20, 2006

Kvitterí kvitt

Takk fyrir góð kvittunarviðbrögð, þið eruð bara ekki svo slæm.
Haldiði ekki bara að litli kúturinn okkar hafi velt sér í gær, fyrst af bakinu á magann og fyrst hann var byrjaður velti hann sér af maganum yfir á bakið. Mjög stolt mamma hér á heimilinu þessa stundina.
Við B. fórum í okkar vikulegu leikfimi þ.e. hún og ég fylgdi með. Kófsvitnuðum og höfðum virkilega gaman af, mín fann þar þennan fína boxpúða og var sem atvinnumaður boxandi hægri vinstri. Alveg ótrúlegt að sjá litla dýrið.
Ég og K. ætlum að skella okkur í FIELDS á eftir, hann er kominn í gegnum enn eina strigaskóna.
Það styttist í ferðalagið okkar, jibbí.

Hej hej. Ævintýrafararnir.

þriðjudagur, september 19, 2006

Blessuð börnin eru ansi ólík

Eldri sonur minn er á einhverju gæjastigi þessa dagana, allt snýst um að líta sem gæjalegast út. Það er derhúfan og ef hún er ekki með þá þarf að vera með greiðsluna í lagi. Svo er það leðurjakkinn sem er sko flottastur í dag, t.d. rigndi í morgun en nei, ekki séns að fara í regnjakka, bara töffarajakkann. Fór í stígvélum en buxurnar urðu að vera utanyfir. Samt er honum alveg sama um álit annarra, fer bara sínar eigin leiðir sem sést best á klippingunni. Flestum finnst þetta rosa töff en sumum ekki, en minn maður leiðir það algjörlega fram hjá sér.

Birtan mín er alltaf jafn hress og ákveðin. Húmoristi er hún mikill og algjör strákastelpa (hvaðan skildi hún hafa það) Henni var boðið í mat í gærkveldi til besta vinarins Arnaldar Goða. Þegar hann er ekki heima og hún getur ekki leikið þá er mín algjörlega vængbrotin. Ég held að við neyðumst til að fá okkur gæludýr þegar við komum heim því að mín er sú mesta dýragæla sem fyrirfinnst á hnettinum.


Við Ari Rafn fórum í gær í babymusik og var það rosalega gaman. Þar var sungið og leikið á hljóðfæri, ekta fyrir stuðboltann okkar. Förum 5 mánudaga í viðbót. Eftir sönginn var mömmó og hittumst við heima hjá Piu og litlu Hilde. Alltaf jafn gaman að hittast og spjalla.


Ari Rafn er mikill pabbastrákur og finnst pabbi sinn alveg rosalega fyndinn og skemmtilegur.

Við fórum í morgun í heimsókn til tilvonandi dagmömmu hans, okkur leist bara vel á. Við byrjum að fara í aðlögun 3. október og tökum þessu bara rólega því við höfum nú allan októbermánuð.

Mér finnst þið nú orðin frekar löt að kvitta hjá okkur, það er ekkert skemmtilegt að blogga ef maður fær engin viðbrögð, þá getur maður alveg eins hætt þessu.

Jæja, best að hætta þessu blaðri og sinna heimilisstörfunum.

Hafið það sem allra best. Ævintýrafararnir.

sunnudagur, september 17, 2006

Roskildeferð

Fórum í gær til Roskilde til að kíkja á nýjustu frænkuna hana Kristjönu Elínu sem fæddist þann 6. ágúst. Áttum þar góða stund saman með Kollu, Óla, Ronju og Kristjönu Elínu fram eftir kvöldi. Borðuðum dýrindis mat eins og vanalega og sötruðum á nokkrum góðum. Alexandra Líf var ekki heima en hún var í útilegu með bekknum sínum.
Litla sæta Kristjana Elín, 6 vikna. Sá gamli með frændsystkinin Ara Rafn og Kristjönu Elínu, bæði fædd 2006.
Börnin að horfa á sjónvarpið, Ronja stóra frænka á halda á litla frænda.

Eigum von á fisk í dag, jibbí jei. Ýsa var það heillin og saltkjöt líka, nammi namm.

Eigið góðan dag. Ævintýrafararnir.

föstudagur, september 15, 2006

Hjólið fannst!

Hjólið er fundið!!!
Ótrúlegt en satt.
K. fann það í gær inní runna við skólann sinn og tók það með sér á fritidsheimilið og sat úti allan daginn til að passa að enginn tæki það aftur. Það ótrúlega var að hjólið var læst þegar hann fann það, þjófakvikindið hefur pikkað lásinn upp.

Þessi hér piltur hefur alveg rosalega gaman af því að koma með í leikskólann hennar systur sinnar. Sá litli spriklar og skríkir af gleði því það er miklu skemmtilegra að hafa fullt af börnum í kringum sig en bara mömmu gömlu. Börnin dást nátturlega endalaust af honum og systirin rifnar af stolti.

Stefnum á skemmtilega helgi, Roskildeferð á morgun. Erum ekki enn búin að sjá "nýfæddu" Kristjönu Elínu. Eflaust verður grillað eitthvað gott og drukknir nokkrir öllarar, svona eins og vanalega.

Sundnámskeið í dag hjá K. Ætla að leyfa prinsessunni að koma með og vera í litlu lauginni á meðan, búin að bíða spennt alla vikuna.

Vona að allir eigi yndislega helgi. Ævintýrafararnir.

fimmtudagur, september 14, 2006

Koloni

Fór á fund í gær á fritidsheimilinu hans K. Fundarefnið var koloniferð í viku 42. Farið verður eitthvað hérna fyrir utan Køben, c.a. klst. akstur og verða þau frá mánudegi til laugardags.
Ég fór eitthvað að spjalla við foreldrana sem sátu sitthvoru megin við mig og við fórum að kynna okkur. Konan vinstra megin byrjaði og sagðist hafa verið að flytja tilbaka til DK eftir 3 1/2 árs veru í Kína, ég var bara svona vá, Kína. Þá heyrist í manninum hægra megin við mig: "ég var einmitt að koma tilbaka frá Írak þar sem ég hef verið í fremstu víglínu í 6 1/2 mánuð". Halló, ég er bara aumur Íslendingur sem er hérna að læra!!!!!!!
K. er núna í ferð með bekknum sínum niðrá strönd, alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast. Hann er orðinn duglegur að lesa dönskuna og kom heim í gær með fullskrifaða reiknisbók.
AR ætlar ekkert að lagast af þessu kvefi, er kominn með ofaný sig, ætli ég verði ekki að fara aftur á morgun með hann til dokksa.
Mýslan mín hún B. kom mér nú verulega á óvart í morgun. Hún var að lesa stafina á bolnum hjá mér. KVENNAHLAUP. Kom þá hjá henni: kvenna, ég var frekar hissa, vissi ekki að hún væri orðin svo dugleg að lesa, ekki orðin 5 ára.
Hafið það gott í dag. Ævintýrafararnir.

miðvikudagur, september 13, 2006

Börnin yndislegu

Þessum unga manni finnst gott að borða eins og sést kannski á þessari mynd. Sveskjumauk finnst honum gott sem er bara fyndið en vill helst ekki líta við pakkagrautunum. Mamma hans er þá svo hrikalega sniðug að hún setur auðvitað sveskjumaukið útí grautinn og þá er maður alsæll. Já, lífið er yndislegt.


Þessi skvísa varð að hafa skopparaboltann með sér í leikskólann af því það er ekki nóg dót þar, je ræt.
Í nótt dreymdi henni að hún var að labba úti með Mille, hundinn hennar Hrannar frænku. Allt í lagi með það nema að skvísan dreymir nú oftast á dönsku sem er frekar spúkí. Já en svona er lífið hjá 5 ára stelpu í danaveldi.

Þessi megatöffari fór í Sirkus í gær með skólanum og varð að hafa derhúfu. Í dag fór hann með derhúfu og í töffaraleðurjakkanum sínum, getur gelgjan mætt svona snemma?

Veðrið alltaf jafn yndislegt.

Ástarkveðjur. Ævintýrafararnir.

þriðjudagur, september 12, 2006

Barnapössun


Við AR erum að passa hann Albert (lengst til vinstri) núna í morgun á meðan mamma hans er að útrétta, bara gaman að fá svona lítinn kút í heimsókn.
Svei mér þá, hlaupahjólið hennar B. kom í leitirnar. K. fann það í gær niðri kjallara í annarri blokk. Þá er bara eftir að finna hjólið hans.
Íþróttatími í dag hjá B. maður verður bara að draga fram íþróttagallann því maður sleppur ekki undan að vera með.

Bæjó. Ævintýrafararnir.

mánudagur, september 11, 2006

Ennþá fleiri fávitar

AR ennþá lasinn, fór með hann til dokksa á föstudaginn en hann fann ekkert að nema kvef sem betur fer. Núna er hann farinn að hósta og er ennþá með hitavellu. Fórum reyndar í stuttan göngutúr í gær, það var svo rosalega gott veður.
Ég fer ekki af þeirri skoðun að sumir eru algjörir fávitar, hjólið hans K. hefur ekki enn komið í leitirnar og svo voru börnin úti að leika í gærkvöldi og vitiði hvað? Hlaupahjólið hennar B. hvarf!!!! Alveg ótrúlegt, þau voru hérna úti að leika, það er ekkert heilagt. Vonum nú að það komi í leitirnar hérna á næstu dögum, versta er að maður getur ekkert gert.
Talandi um veðrið, vá það var bara frábært veður í gær. Steikjandi sól og blíða, börnin voru úti frá morgni til kvölds, svona á þetta að vera. Spáin segir að þetta eigi að vera svona næst daga., vonandi fer bara lillinn að rífa sig upp úr þessu veikindastússi svo maður þurfi ekki að hanga alltaf inni.
Það styttist í Lególandsferðina okkar, þarnæsta helgi. Það eru allir voða spenntir meiri að segja ég, hef ekki komið þarna síðan ég var 12 ára og hlítur margt að hafa breyst síðan. Erum búin að panta okkur gistingu hjá íslendingum þarna rétt við Lególand, voða kósí heimagisting með uppábúnum rúmum og morgunmat fyrir lítinn pening. Ætlum að leigja okkur bíl og ætlar Ingi, einn Kollegibúi sem vinnur á bílaleigu, að redda okkur einum svoleiðis á besta prís. Þetta verður fjör!
Er orðin spennt að sjá hvernig Magna gengur á morgun, horfi alltaf á þetta daginn eftir á netinu, bara gaman. Ég efast um að hann vinni þetta en samt sem áður er hann frábær og kominn miklu lengra en nokkur hefði búist við. Svo segi ég eins og allir Íslendingar segja:
ÁFRAM MAGNI!!!!!!!!!!!!!!
Bestu kveðjur úr blíðunni. Ævintýrafararnir.

Við AR erum að prófa nýtt blogg.
Hvernig líst ykkur á?