laugardagur, september 30, 2006

Amma á afmæli



Í dag á hún elskulega mamma mín afmæli og er hún aðeins 49 ára. Til hamingju elsku mamma, amma og tengdó, með daginn, við elskum þig.

Fengum þær sorglegu fréttir í gær að frænka mín og vinkona okkar, Bára á Lyngási hefði látist í gær fyrir aldur fram. Banamein hennar var krabbamein. Bára var 55 ára.

Fórum í dag fjölskyldan í afmælisveislu hjá gymnastikhópnum hennar B. Leikstofan var 7 ára. Fengum kökur, kanilsnúða, popp, djús og kaffi og börnin fengu 2 afmælispakka og nammi í poka. Allir voru auðvitað látnir gera hinar og þessar æfingar áður en raðað var í sig veitingunum.

Jæja, rólyndiskvöld framundan, borða góðan mat og jafnvel opna eina rauðvín með, já rauðvín, við gamli erum nefnilega orðin fullorðin.

Hafið það sem allra best og farið varlega. Ævintýrafararnir.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæ til hamingu með mömmu :)
allt gott hér , kv Dagrún og co

6:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já til hamingju með mömmu þína.
Kveðja Hafdís

1:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

mánudagstékk...
kveðja G.E.

1:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

er á rúntinum :) kveðja Dagrún

1:45 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home