Sex mánaða gutti
Þessi sæti snáði er sex mánaða í dag. Já fyrir sex mánuðum kl. 11:02 kom hann í heiminn okkur foreldrunum til mikillar gleði og er enn.
Við AR fórum niðrí bæ í morgun að sækja miða á FCK leikinn sem er um helgina. Fékk hann frítt og ákvað að gefa Christian frænda hann því við verðum nátturlega ekki heima til að fara á leikinn.
Er að fara í plokkun og litun til Ragnheiðar, (Eyjó mágs míns systir)Hun býr hérna í þarnæstu blokk, maður verður nú að líta vel út um helgina.
Farvel. Ævintýrafararnir.
4 Comments:
Góða skemmtun!!
og auðvitað til lukku með stáksa!
stráksa!! hvað er eiginlega að mér???
Vá eru komnir 6 mánuðir síðan hann fæddist!!
Skrifa ummæli
<< Home