Blessuð börnin eru ansi ólík
Birtan mín er alltaf jafn hress og ákveðin. Húmoristi er hún mikill og algjör strákastelpa (hvaðan skildi hún hafa það) Henni var boðið í mat í gærkveldi til besta vinarins Arnaldar Goða. Þegar hann er ekki heima og hún getur ekki leikið þá er mín algjörlega vængbrotin. Ég held að við neyðumst til að fá okkur gæludýr þegar við komum heim því að mín er sú mesta dýragæla sem fyrirfinnst á hnettinum.
Við Ari Rafn fórum í gær í babymusik og var það rosalega gaman. Þar var sungið og leikið á hljóðfæri, ekta fyrir stuðboltann okkar. Förum 5 mánudaga í viðbót. Eftir sönginn var mömmó og hittumst við heima hjá Piu og litlu Hilde. Alltaf jafn gaman að hittast og spjalla.
Við fórum í morgun í heimsókn til tilvonandi dagmömmu hans, okkur leist bara vel á. Við byrjum að fara í aðlögun 3. október og tökum þessu bara rólega því við höfum nú allan októbermánuð.
Mér finnst þið nú orðin frekar löt að kvitta hjá okkur, það er ekkert skemmtilegt að blogga ef maður fær engin viðbrögð, þá getur maður alveg eins hætt þessu.
Jæja, best að hætta þessu blaðri og sinna heimilisstörfunum.
Hafið það sem allra best. Ævintýrafararnir.
10 Comments:
Hún Birta er samblanda af þér og Bergdísi Líf á þessari mynd, rosa skrítið ;)
Davíð er sem betur fer ekki með svona mikla töffaratakta ennþá. :)
En ég er alveg sammála þér með kvittanir í blogginu, það er miklu skemmtilegra með smá viðbrögð. Ég er alltaf jafn glöð að lesa þínar kvittanir hjá mér.
Kveðja frá Svíaríki
Hæ, nei, hvaða hvaða, ekki hætta að blogga!!!! Það er svoooo gaman að fylgjast með ykkur, fyrir svona forvitnispúka eins og mig..hehe.. einmitt mjög gaman hvað þú ert dugleg að skrifa inn Auður, það mættu fleiri taka það til fyrirmyndar!!!
kveðja, Sigga Þ.
Auður mín bara so sorry hvað ég er búin að vera löt að kvitta fyrir mig það er bara búið að vera nóg í gangi undanfarið reyna að finna vinnu og sinna Alexander og gesta gangur í rúman 1 1/2 máunð og svo Dj guðsonur minn hans afmæli var haldið upp á laugardaginn og og sinna heimilinu þar sem Alexander finnst sérstaklega gaman að sóða út og er komin á þá skoðun að strákar kunna ekki að halda sér hreinum í 1 dag allavega ekki Alexander hehehe en annars er bara allt þetta sama að frétta ekkert nýtt just the same ol shi jsut a different day einsog þar stendur en bestu kveðjur til ykkar allra og Hrannar og familien líka Ps það eru allir svo hrifnir af myndinni sem þú tókst af Alexander í Brúðkaupinu ;O) en ekki hætta að blogga ég skal kvitta oftar fyrir mig og það er alltaf jafn gaman að lesa blogið hjá ykkur já og Alexander gekk æi gegnum svona töffara skeið síðustu skóla önn my god hárið perfect og ekki sama hvað hann gekk í ég sver það hvað þetta var eitthvað svo crazy og svo er gelgjan hjá honum núna byrjað allt of snemma finnst mér en jæja ekki á allt kosið en nóg í bili heyrust og hafið það sem best Kveða og knús knús
Steinunn og Alexander
Ég kem ekki öðruvísi en að kvitta, því ég vil sjálf fá kvitt á mína síðu svo ég tek þetta ekki til mín hjúkkkkket he he.
Hlakka til föstudagsins.
Kveðja Hafdís.
Takk kvensur, ánægð með ykkur.
Lilja: hún B. minnir mig ansi oft á stóru frænku sína.
Íris Gyða: Vertu fegin að D. sé ekki farinn að spá í gæjadótið, nógur er tímunn.
Sigga Þ: nei nei Sigga mín, ég skal halda áfram, bara fyrir þig.
Steinunn: já stundum er bara nóg að gera.
Hafdís: ég veit að ég get ávallt treyst á þig, kvitta líka alltaf hjá þér þegar ég kíki.
Nei Nei, ekki hætta að blogga, ég skal vera duglegri við að kvitta:)
Kveðja Guðrún Elín
Loksins komin með nýju slóðina. Var svo mikill klaufi að sjá hana ekki á þeirri gömlu, en pabbi þinn reddaði málinu. alltaf gaman að lesa fréttirnar af ykkur. Gott að hjólin séu fundin. Takk fyrir kvittið hjá mér, ég verð að vera duglegri hjá þér hehe.
Hér er ég...!
Hæ
já ég er ekki sú duglegasta að kvitta en samt dugleg að lesa :o)
Knús
Jóna
Skrifa ummæli
<< Home