sunnudagur, september 17, 2006

Roskildeferð

Fórum í gær til Roskilde til að kíkja á nýjustu frænkuna hana Kristjönu Elínu sem fæddist þann 6. ágúst. Áttum þar góða stund saman með Kollu, Óla, Ronju og Kristjönu Elínu fram eftir kvöldi. Borðuðum dýrindis mat eins og vanalega og sötruðum á nokkrum góðum. Alexandra Líf var ekki heima en hún var í útilegu með bekknum sínum.
Litla sæta Kristjana Elín, 6 vikna. Sá gamli með frændsystkinin Ara Rafn og Kristjönu Elínu, bæði fædd 2006.
Börnin að horfa á sjónvarpið, Ronja stóra frænka á halda á litla frænda.

Eigum von á fisk í dag, jibbí jei. Ýsa var það heillin og saltkjöt líka, nammi namm.

Eigið góðan dag. Ævintýrafararnir.

3 Comments:

Blogger Lilja said...

Æji, mikið er hún falleg :)
æðisleg rúsína.

2:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ummmm ýsa og saltkjöt. Ýsuna á ég reyndar í fristi en fæ sko vatn í munninn við tilhugsunina um saltkjöt. Verði ykkur að góðu og njótið hvers einasta bita.
Kveðja Hafdís

9:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Oj Ýsan er sko ekki matreidd á mínu heimili eða hjá mömmu og pabba hehehe þá Frekar kýs ég þorskinn eða Steinbítinn ;O)Ýsan er svo lengi að brotna niður í líkamanum finnst lyktin heldur óspennandi en sitt sýnist hverjum og ekki allir eins ;O) en saltkjöt alltaf gott
Kv Steinunn

Ps gott að hjólin fundust alveg sammála algjörir fávitar að stela frá börnum :O(

5:30 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home