Koloni
Fór á fund í gær á fritidsheimilinu hans K. Fundarefnið var koloniferð í viku 42. Farið verður eitthvað hérna fyrir utan Køben, c.a. klst. akstur og verða þau frá mánudegi til laugardags.
Ég fór eitthvað að spjalla við foreldrana sem sátu sitthvoru megin við mig og við fórum að kynna okkur. Konan vinstra megin byrjaði og sagðist hafa verið að flytja tilbaka til DK eftir 3 1/2 árs veru í Kína, ég var bara svona vá, Kína. Þá heyrist í manninum hægra megin við mig: "ég var einmitt að koma tilbaka frá Írak þar sem ég hef verið í fremstu víglínu í 6 1/2 mánuð". Halló, ég er bara aumur Íslendingur sem er hérna að læra!!!!!!!
K. er núna í ferð með bekknum sínum niðrá strönd, alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast. Hann er orðinn duglegur að lesa dönskuna og kom heim í gær með fullskrifaða reiknisbók.
AR ætlar ekkert að lagast af þessu kvefi, er kominn með ofaný sig, ætli ég verði ekki að fara aftur á morgun með hann til dokksa.
Mýslan mín hún B. kom mér nú verulega á óvart í morgun. Hún var að lesa stafina á bolnum hjá mér. KVENNAHLAUP. Kom þá hjá henni: kvenna, ég var frekar hissa, vissi ekki að hún væri orðin svo dugleg að lesa, ekki orðin 5 ára.
Hafið það gott í dag. Ævintýrafararnir.
Ég fór eitthvað að spjalla við foreldrana sem sátu sitthvoru megin við mig og við fórum að kynna okkur. Konan vinstra megin byrjaði og sagðist hafa verið að flytja tilbaka til DK eftir 3 1/2 árs veru í Kína, ég var bara svona vá, Kína. Þá heyrist í manninum hægra megin við mig: "ég var einmitt að koma tilbaka frá Írak þar sem ég hef verið í fremstu víglínu í 6 1/2 mánuð". Halló, ég er bara aumur Íslendingur sem er hérna að læra!!!!!!!
K. er núna í ferð með bekknum sínum niðrá strönd, alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast. Hann er orðinn duglegur að lesa dönskuna og kom heim í gær með fullskrifaða reiknisbók.
AR ætlar ekkert að lagast af þessu kvefi, er kominn með ofaný sig, ætli ég verði ekki að fara aftur á morgun með hann til dokksa.
Mýslan mín hún B. kom mér nú verulega á óvart í morgun. Hún var að lesa stafina á bolnum hjá mér. KVENNAHLAUP. Kom þá hjá henni: kvenna, ég var frekar hissa, vissi ekki að hún væri orðin svo dugleg að lesa, ekki orðin 5 ára.
Hafið það gott í dag. Ævintýrafararnir.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home