Ennþá fleiri fávitar
AR ennþá lasinn, fór með hann til dokksa á föstudaginn en hann fann ekkert að nema kvef sem betur fer. Núna er hann farinn að hósta og er ennþá með hitavellu. Fórum reyndar í stuttan göngutúr í gær, það var svo rosalega gott veður.
Ég fer ekki af þeirri skoðun að sumir eru algjörir fávitar, hjólið hans K. hefur ekki enn komið í leitirnar og svo voru börnin úti að leika í gærkvöldi og vitiði hvað? Hlaupahjólið hennar B. hvarf!!!! Alveg ótrúlegt, þau voru hérna úti að leika, það er ekkert heilagt. Vonum nú að það komi í leitirnar hérna á næstu dögum, versta er að maður getur ekkert gert.
Talandi um veðrið, vá það var bara frábært veður í gær. Steikjandi sól og blíða, börnin voru úti frá morgni til kvölds, svona á þetta að vera. Spáin segir að þetta eigi að vera svona næst daga., vonandi fer bara lillinn að rífa sig upp úr þessu veikindastússi svo maður þurfi ekki að hanga alltaf inni.
Það styttist í Lególandsferðina okkar, þarnæsta helgi. Það eru allir voða spenntir meiri að segja ég, hef ekki komið þarna síðan ég var 12 ára og hlítur margt að hafa breyst síðan. Erum búin að panta okkur gistingu hjá íslendingum þarna rétt við Lególand, voða kósí heimagisting með uppábúnum rúmum og morgunmat fyrir lítinn pening. Ætlum að leigja okkur bíl og ætlar Ingi, einn Kollegibúi sem vinnur á bílaleigu, að redda okkur einum svoleiðis á besta prís. Þetta verður fjör!
Er orðin spennt að sjá hvernig Magna gengur á morgun, horfi alltaf á þetta daginn eftir á netinu, bara gaman. Ég efast um að hann vinni þetta en samt sem áður er hann frábær og kominn miklu lengra en nokkur hefði búist við. Svo segi ég eins og allir Íslendingar segja:
ÁFRAM MAGNI!!!!!!!!!!!!!!
Bestu kveðjur úr blíðunni. Ævintýrafararnir.
Ég fer ekki af þeirri skoðun að sumir eru algjörir fávitar, hjólið hans K. hefur ekki enn komið í leitirnar og svo voru börnin úti að leika í gærkvöldi og vitiði hvað? Hlaupahjólið hennar B. hvarf!!!! Alveg ótrúlegt, þau voru hérna úti að leika, það er ekkert heilagt. Vonum nú að það komi í leitirnar hérna á næstu dögum, versta er að maður getur ekkert gert.
Talandi um veðrið, vá það var bara frábært veður í gær. Steikjandi sól og blíða, börnin voru úti frá morgni til kvölds, svona á þetta að vera. Spáin segir að þetta eigi að vera svona næst daga., vonandi fer bara lillinn að rífa sig upp úr þessu veikindastússi svo maður þurfi ekki að hanga alltaf inni.
Það styttist í Lególandsferðina okkar, þarnæsta helgi. Það eru allir voða spenntir meiri að segja ég, hef ekki komið þarna síðan ég var 12 ára og hlítur margt að hafa breyst síðan. Erum búin að panta okkur gistingu hjá íslendingum þarna rétt við Lególand, voða kósí heimagisting með uppábúnum rúmum og morgunmat fyrir lítinn pening. Ætlum að leigja okkur bíl og ætlar Ingi, einn Kollegibúi sem vinnur á bílaleigu, að redda okkur einum svoleiðis á besta prís. Þetta verður fjör!
Er orðin spennt að sjá hvernig Magna gengur á morgun, horfi alltaf á þetta daginn eftir á netinu, bara gaman. Ég efast um að hann vinni þetta en samt sem áður er hann frábær og kominn miklu lengra en nokkur hefði búist við. Svo segi ég eins og allir Íslendingar segja:
ÁFRAM MAGNI!!!!!!!!!!!!!!
Bestu kveðjur úr blíðunni. Ævintýrafararnir.
2 Comments:
Til hamingju með nýju síðuna, mér líst vel á hana.
Kveðja Hafdís
Já flott síða.. til hamingju með hana.. Kv. Þórunn
Skrifa ummæli
<< Home