miðvikudagur, september 13, 2006

Börnin yndislegu

Þessum unga manni finnst gott að borða eins og sést kannski á þessari mynd. Sveskjumauk finnst honum gott sem er bara fyndið en vill helst ekki líta við pakkagrautunum. Mamma hans er þá svo hrikalega sniðug að hún setur auðvitað sveskjumaukið útí grautinn og þá er maður alsæll. Já, lífið er yndislegt.


Þessi skvísa varð að hafa skopparaboltann með sér í leikskólann af því það er ekki nóg dót þar, je ræt.
Í nótt dreymdi henni að hún var að labba úti með Mille, hundinn hennar Hrannar frænku. Allt í lagi með það nema að skvísan dreymir nú oftast á dönsku sem er frekar spúkí. Já en svona er lífið hjá 5 ára stelpu í danaveldi.

Þessi megatöffari fór í Sirkus í gær með skólanum og varð að hafa derhúfu. Í dag fór hann með derhúfu og í töffaraleðurjakkanum sínum, getur gelgjan mætt svona snemma?

Veðrið alltaf jafn yndislegt.

Ástarkveðjur. Ævintýrafararnir.

2 Comments:

Blogger Lilja said...

Falleg eru þau börnin þín :)

9:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

sveskju maukið í grautinn bara sniðugt lol fattar það ekkert allavega ekki ennþá og Birta ja hérna ekki nóg dót hahaha og Töffari með derhúfu yeah bara cool Töffari maður verður að vera flottur ;O) en flottar myndirnar :O) kv úr rigningu og roki Steinunn og Alex ps bara sæt myndin af herra kámugum minnir mig á á alexander lítinn lol með skyr u allt andlit hehehehe

9:38 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home