þriðjudagur, september 12, 2006

Barnapössun


Við AR erum að passa hann Albert (lengst til vinstri) núna í morgun á meðan mamma hans er að útrétta, bara gaman að fá svona lítinn kút í heimsókn.
Svei mér þá, hlaupahjólið hennar B. kom í leitirnar. K. fann það í gær niðri kjallara í annarri blokk. Þá er bara eftir að finna hjólið hans.
Íþróttatími í dag hjá B. maður verður bara að draga fram íþróttagallann því maður sleppur ekki undan að vera með.

Bæjó. Ævintýrafararnir.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Líst vel á nýju síðuna þína ;) gott að hlaupahjólið er allavega fundið. Gangi ykkur vel með þetta allt saman.
kveðja fra´Hellu
Guðrún Elín

11:21 f.h.  
Blogger Lilja said...

Flott síða ;)

Það eru fávitar víða, Bergdísar hlaupahjóli var stolið í gær...ARG!! ....ÉG ER ÓGISSLEGA PIRRUÐ!! ...en gott að Birtu kom í leitirnar.

12:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Flott að hlaupahjólið fannst, vona að hjólið hans K komi líka í leitirnar. Kveðja frá Svíaríki

1:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ! Líst bara ágætlega á þessa nýju síðu enn sem komið er. Vonandi fer litla kút að batna svo að þið getið notið veðurblíðunnar ja ekki er hún hérna á Íslandinu bara rigning næstu daga. Spurning hvort að réttirnar sleppi þær eru um næstu helgi. En bestu kveðjur frá Hellunni. Sigga

10:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ!
Glæsileg síða, skelli henni í tenglasafnið hjá mér við fyrsta tækifærið. Verðum að safna saman gamla liðinu og kíkja í fótbolta niðr'í móa einhvern tímann á elliárunum (höfum Þorgeir í markinu)!
Bestu kveðjur...

9:40 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home