föstudagur, september 15, 2006

Hjólið fannst!

Hjólið er fundið!!!
Ótrúlegt en satt.
K. fann það í gær inní runna við skólann sinn og tók það með sér á fritidsheimilið og sat úti allan daginn til að passa að enginn tæki það aftur. Það ótrúlega var að hjólið var læst þegar hann fann það, þjófakvikindið hefur pikkað lásinn upp.

Þessi hér piltur hefur alveg rosalega gaman af því að koma með í leikskólann hennar systur sinnar. Sá litli spriklar og skríkir af gleði því það er miklu skemmtilegra að hafa fullt af börnum í kringum sig en bara mömmu gömlu. Börnin dást nátturlega endalaust af honum og systirin rifnar af stolti.

Stefnum á skemmtilega helgi, Roskildeferð á morgun. Erum ekki enn búin að sjá "nýfæddu" Kristjönu Elínu. Eflaust verður grillað eitthvað gott og drukknir nokkrir öllarar, svona eins og vanalega.

Sundnámskeið í dag hjá K. Ætla að leyfa prinsessunni að koma með og vera í litlu lauginni á meðan, búin að bíða spennt alla vikuna.

Vona að allir eigi yndislega helgi. Ævintýrafararnir.

4 Comments:

Blogger Lilja said...

Sagði það, þessi hjól finnast nefnilega oftast aftur!! Frábært :)

8:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Frábært að hjólið fannst. Hafiði það gott um helgina. Kveðja frá Svíaríki

11:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ frábært að hjólið skildi finnast , vonandi kemur hjólið hennar Birtu líkar fram , eigið góða helgi kv Dagrún og co

2:23 f.h.  
Blogger AEL said...

Takk kvensur.
Dagrún: hjólið hennar er fundið, bara lesa öll bloggin.

6:45 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home