miðvikudagur, september 20, 2006

Kvitterí kvitt

Takk fyrir góð kvittunarviðbrögð, þið eruð bara ekki svo slæm.
Haldiði ekki bara að litli kúturinn okkar hafi velt sér í gær, fyrst af bakinu á magann og fyrst hann var byrjaður velti hann sér af maganum yfir á bakið. Mjög stolt mamma hér á heimilinu þessa stundina.
Við B. fórum í okkar vikulegu leikfimi þ.e. hún og ég fylgdi með. Kófsvitnuðum og höfðum virkilega gaman af, mín fann þar þennan fína boxpúða og var sem atvinnumaður boxandi hægri vinstri. Alveg ótrúlegt að sjá litla dýrið.
Ég og K. ætlum að skella okkur í FIELDS á eftir, hann er kominn í gegnum enn eina strigaskóna.
Það styttist í ferðalagið okkar, jibbí.

Hej hej. Ævintýrafararnir.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ,hæ.. Allt gott að frétta héðan,, sé ykkur mæðgur alveg fyrir mér í boxfíling :-)ha.ha.ha.. Kv. Þórunn

1:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hér er ég líka!!!

4:32 e.h.  
Blogger AEL said...

Hver ert þú Bjössi K?

5:34 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það eru aldeilis góð viðbrögð sem þú hefur fengið í kvittinu.
Hafdís

9:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ! Nú þorir maður ekki annað að kvitta bara stórar hótanir í gangi;)Allt gott héðan bara alltaf það sama hér. Körfuboltinn byrjaður og svo er maður aðeins að prófa að leika sér í blakinu, bara gaman og harðsperrur á nýjum stöðum, bara gaman af því. Gott að heyra að allt gangi bara vel hjá ykkur. Bestu kveðjur frá Hellunni!!!

10:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ! Nú þorir maður ekki annað að kvitta bara stórar hótanir í gangi;)Allt gott héðan bara alltaf það sama hér. Körfuboltinn byrjaður og svo er maður aðeins að prófa að leika sér í blakinu, bara gaman og harðsperrur á nýjum stöðum, bara gaman af því. Gott að heyra að allt gangi bara vel hjá ykkur. Bestu kveðjur frá Hellunni!!!

10:26 e.h.  
Blogger Lilja said...

Ég var að skoða síðuna þína.

11:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Auður, þú ert svo dugleg að blogga, þannig að auðvita á maður að kvitta, heyr heyr.
kveðja Guðrún Elín

12:22 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home