Lítið að frétta
Þessi tvö (veit ekki um þennan í miðjunni) eru ennþá í skýjunum eftir LEGÓLANDS ferðina.
Annars er bara lítið að frétta af okkur þessa dagana. Við mæðgurnar fórum í vikulegu gymnastikina í gær og skemmtum okkur konunglega eins og vanalega.
Sá gamli fór á kóræfingu og var víst slæm mæting, kominn nýr kórstjóri vegna barnsburðarleyfis fyrri stjórans. Er hálflasinn þessa dagana þessi elska, fullur af hori.
Litli kútur alltaf að stækka, borðar orðið 3svar á dag og er alltaf kátur. Erum að byrja í aðlögun í næstu viku hjá dagmömmunni.
Biðjum að heilsa í bili. Ævintýrafararnir.
7 Comments:
Hæ kæra fjölskylda
var að skoða myndirnar , flottar , hér er allt gott , búið að vera hiti og sól en núna er haustrigningin og maður vill helst bara vera undir sæng :) við heyrumst síðar , knús Dagrún og co
Það er nú líka gott að hafa rólega daga, eftir sekmtilega ferð.
Hafdís frænka
Hæ Hæ Auður og Fjölskylda flottar myndir og af myndunum og blogginu að dæma þá hafi þetta verið mjög svo skemmtileg og eftirminnileg ferð en allvega bara að kvitta fyrir mig og er að fara í viðtal í gamla jobbinu mínu kl 1 Fingers Crossed Vona Svo innilega að ég fái það er að kafna hérna heima atvinnulaus :( maður verður bara pirraður og geðvondur ekki gott mál þar hehehe en allvega bið að heilsa alle familien og það er allt gott að frétta hjá okkur bið að heilsa í bili læt þig vita hvernig fer eftir viðtalið í dag bara vona það besta ;O)
Kv Steinunn og Alexander Knús knús frá okkur öllum
hann hefur örugglega skemmt sér líka vel(þessi í miðjunni) allavega þegar frábærir íslendingar koma í heimsókn ;-)
Kveðja Guðrún Elín
Góða helgi.
Kveðja Hafdís
Hæ Hæ Auður mín jæja þetta er búiða að vera strembin vika við að hjálpa mömmu i vinnunni og svo að hjálpa stelpu sem ég þekki að þrífa hjá henni long story þar en jæja fór í viðtaælið kl 1 í dag og það gekk vel ég fékk starfið og fékk samning til 2 mánað til að byrja með og ef að allt gengur vel þá fæ ég áframhaldandi samning út skóla árið loksins fékk ég vinnu eftir búin að vera atvinnulaus
i 10 mánuði er bara í skýjunum yfir þessu öllu en allvega bestu helgar kveðjur til ykkar og Hrönn og familien alle Knús Knús Steinunn
Sorry með ritgerðina hahaha
Þið eruð flottust!!
Skrifa ummæli
<< Home