þriðjudagur, september 26, 2006

Jótlandsferð

Keyrðum til Sönderborg á föstudaginn, tók okkur 4 klst og 10 mín með tveimur stoppum. Lentum í dýrindis máltíð hjá Rangæinga Hafdísi og Leif og börnum þeirra, Ísaki Frey, Rebekku Rut og Sólbrá Söru.
Spjölluðum fram eftir morgni, jáhá margt að rifja upp, komin tvö ár frá því við hittumst almennilega síðast.
Skelltum okkur til Flensborgar í Þýskalandi á laugardeginum, röltum um, versluðum og fengum okkur að borða. Komum svo við á grensanum á leiðinni heim og versluðum vín, gos og nammi.
Ætluðum að gista á gistiheimili nálægt LEGÓLANDI laugardagsnóttina en gistum bara í staðinn aðra nótt í Sönderborg.
Það var alveg rosalega skemmtilegt að heimsækja þau og við eigum alveg örugglega eftir að gera þetta aftur, þannig að þið vitið það Hafdís og Leifur, við komum aftur.

Vorum mætt í LEGÓLAND milli 10 og 11 á sunnudeginum. Frábært veður eins og sést hér á myndunum. Myndirnar tala sínu máli.





Vorum svo komin heim um 21.30, lúin en alsæl með helgarferðina.

Í gær fórum við AR í babymusik, mjög gaman.

Í dag á, æskuvinkona mín og rangæingur, Jóna Sigga afmæli og er hún aðeins 32 ára. Innilega til hamingju með daginn elsku vinkona og hafðu það sem allra best.

Við AR erum núna að passa vin okkar Albert á meðan mamma hans er eitthvað að útrétta. Vorum að mæla AR í gær, orðinn 71.5 cm og 9.1 kg.

Veðrið er hreint og beint frábært þessa dagana, sól og blíða. Maður er ekki alveg í þeim gírnum að það sé 26. september.

Jæja, best að sinna drengjunum.

Venlig hilsen. Ævintýrafararnir.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir kveðjuna.
Gaman að lesa ferðasöguna.
Það er stefnt á að fara í Legoland næsta sumar. Vinkona hennar Helenu býr í grendinni.

5:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk kærlega fyrir komuna, það var sko virkilega gaman að fá ykkur hingað. Þið eruð sko velkomin aftur. Flottar myndirnar úr Legolandi. Ari Rafn góður með fjöðurina he he.
Kveðja úr "sumar"blíðunni.
Hafdís

p.s Er búin að fara og kíkja á Hrönn í myndaalbúminu og auðvitað er Hrönn þessi Hrönn hvað er eiginlega að mér!

7:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ hæ flottar myndir og þori að veðja að það hafi verið ógeðslega gaman í Lególandi maður bara dauð öfundar ykkur hehehe allt saman gott með það en allvega vonandi skemmtið þið ykkur rosalega vel þarna um helgina og flottar myndir og noh mikið ertu sætur á myndinni Ari Rafn með fjöður og alles ;O)
Kv Steinunn og Alex

10:49 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er nátturulega bara gaman í Legolandi, þið hafið greinilega skemmt ykkur vel.
kv, Guðrún Elín

11:17 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað AR er orðinn stór. Tíminn líður svo hratt.
Kveðja frá Svíaríki

3:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hej,
ég sé eftir að hafa EKKI farið í Legoland þegar við Vilborg fórum til DK í vor..... greinilega gaman þar og skemmtilegar myndir. V.fannst myndin af hákarlinum og Kristófer all-svakaleg!:-)Annars allt gott úr sveitinni, er að kenna þessa dagana í gamla skólanum þínum, Auður, á Hellu og það er MJÖG fjörugt og skemmtilegt!Við Dagrún erum þar báðar en höfum ekkert náð að hittast (nema á bílaplaninu í morgun þegar ég fékk hana til að keyra hundinn minn til dýralæknis)... hmmm.. já, en það er nú lengri saga.. Hafið það rosa gott!!!!
kveðja, Sigga Þ.

7:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home