föstudagur, október 26, 2007

Liverpool

Jæja, þá er komið að því.
Liverpool, here we come!!!
Fjóla amma mætti á svæðið í dag með fullar töskur af flatkökum, kæfu, skyri og fleiri íslensku góðgæti. Við erum búin að dæla í hana ýmislegum upplýsingum um börnin, madpakka, náttfatapartý og fleira.
Ójá, var ég búin að nefna að við erum á leiðinni til Liverpool, ha ha og ennþá skemmtilegra er að við sjáum Liverpool-Arsenal og vitiði hvar við munum sitja, í THE KOP.
Ok, nóg komið af monti.
Eigið góða helgi og heyrumst aftur á þriðjudaginn þegar við komum aftur frá LIVERPOOL.
Good bye. Ævintýrafararnir.

miðvikudagur, október 24, 2007

Það styttist í frænda og félaga

Vil biðja á því að þakka fyrir þokkaleg kvittunarviðbrögð frá okkar góðu lesendum með von um áframhaldandi kvitti.



Skellti hérna inn einni mynd af Jon Arne Riise frænda en það vill svo skemmtilega til að hann spilar með liði Liverpool og við vonumst auðvitað til að sjá til hans á sunnudaginn þegar við berum leikmenn Liverpool og Arsenal augum, ekki slæmt það.

Annars er allt fínt að frétta, mikill spenningur í gangi hjá mömmunni og pabbanum fyrir kærustuparaferðinni og ennþá meiri spenningur hjá börnunum að fá Fjólu ömmu í heimsókn.

Já, margt spennó framundan.

Þangað til næst. Heyrumst. Ævintýrafararnir.

þriðjudagur, október 23, 2007

Hvað er þetta með ykkur lesendur góðir.
Hvernig væru nú að fara að kvitta hjá okkur!
Eða er bara enginn að lesa þetta blessaða blogg??????

KOMA SVO!!!!!!!!!!!!!!!!

Ævintýrafararnir.

sunnudagur, október 21, 2007

Helgin......

Kristófer, Telma, Birta og Lærke

Norn í Tívolí

Pabbinn vann þennan fína bangsa handa krúttinu


Graskerskall

Halloween

"stórslasaður"


Kóngulóarskvísan

Hej hej. Ævintýrafararnir.











laugardagur, október 20, 2007

Enn ein helgin

Ekki batnar það, fjórða tönnin fór úr í gærkveldi.
Já það er komin enn ein helgin og haustfríinu senn að ljúka.
Stóri strákurinn á heimilinu kemur heim í dag eftir 5 daga fjarveru og hefur eflaust frá mörgu að segja. Höfum ekkert heyrt frá honum sem telst vera gott, mér finnst það reyndar ekkert svo gott en maður vill heldur ekkert vera að hringja og trufla hann.
Það verður fjölmennt hjá okkur í nótt en við fáum tvær skvísur í næturgistingu. Lærke vinkonu og bekkjarsystir hennar B. og Sigríði Telmu, dóttur vinafólks okkar. Það verður eflaust fjör á bænum.
Það er þokkalega orðið kalt hérna í Höfninni, kuldagallar dregnir fram á börnin og dustað rykið af húfum og vettlingum.
Erum að spá í að fara í tívolí á morgun þar sem það er síðasti dagur þar með Halloween þema en einhverra hluta vegna er K. svo heillaður af þessu Halloween dæmi, höfum heyrt að það sé rosalega flott þar núna.
Góða helgi. Ævintýrafararnir.

miðvikudagur, október 17, 2007

Benjamín Arnar


Fórum í dag og kíktum á Benjamín Arnar og mömmu hans á Rigshospital. Þeim heilsast vel og njóta friðarins áður en haldið er heim til stóru systranna þriggja og pabbans.
Þetta er hinn fallegasti drengur og ég get nú ekki neitað fyrir að það klingdi nú aðeins í mömmunni þegar hún hélt á þessu furðuverki.
Heyrumst. Ævintýrafararnir.

þriðjudagur, október 16, 2007

Gleðidagur

Dagurinn í dag er GLEÐIDAGUR!!!

Krúttið okkar kúkaði í fyrsta skiptið í kopp.....

Krúttið okkar sefur í fyrsta sinn í kojunni sinni (ekki í rimlarúminu)......

B. fékk draumhjólið sitt í fyrirfram afmælisgjöf.....

Fengum fréttir af því að Lilja og Magdalena koma til okkar í nóvember......

Litli frændi í Roskilde kom í heiminn kl. 16.54, mældist 3300 gr og 52 cm....

Ójá, lífið er yndislegt, ekki satt???? Ævintýrafararnir.

sunnudagur, október 14, 2007

Afmæli og bíó um helgina

Fórum á þessa í bíó í dag og var hún þrælskemmtileg, mælum með henni.
Allir á heimilinu frískir sem er nú bara undur og stórmerki. Við skólaliðið erum komin í haustfrí í viku, þ.e. ég, K og B.
K. er á leiðinni á koloni á morgun með fritids og kemur heim á laugardag, rosalega spenntur enda búinn að bíða í heilt ár.
B. ætlar nú bæði að vera í fríi heima hjá mömmu sinni og eitthvað að fara á fritids.
Já, við fjölskyldan fórum í 2 ára afmæli hjá Lofti Þór í börnerumminu og voru þetta þvílíkar veitingar að hálfa væri nóg, allaveganna var ekki mikil lyst á kvöldmat á heimilinu.
Það styttist nú allsvakalega í Liverpoolferðina hjá okkur kærustuparinu, erum orðin þokkalega spennt, aðeins 13 dagar jibbí jei, gaman gaman. Krakkarnir líka mjög spennt á að fá Fjólu ömmu í heimsókn.
Og já, það styttist líka í að litli frændi í Roskilde komi í heiminn en Kolla verður sett af stað á þriðjudag ef hann verður ekki kominn fyrr, spennó.
Jæja, best að fara að slökkva á þessu tæki sem kallast tölva og er þessi mikli tímaþjófur.
Ástarkveðja frá okkur í L806. Ævintýrafararnir.

miðvikudagur, október 10, 2007

KRÚTTIÐ OKKAR

þriðjudagur, október 09, 2007

Mont mont

"Roma hefur áhuga á Ragnari" stendur í mogganum í dag. Það er ekkert smá sem Ragga litla gengur vel í boltanum, brillerar með Gautaborg og hefur spilað með landsliðinu síðustu leiki. Fyrir þá sem ekki vita er Raggi systursonur hans Jóa, sonur Erlu systir, ójá bara svona smá mont á þriðjudegi.
Já, svo á hún Rakel Diljá, bróðurdóttir hans Jóa, afmæli í dag og er sú stutta 4 ára. Til hamingju með daginn sæta skvís.
Pabbinn á heimilinu orðinn þokkalega hress og mættur aftur í vinnu en þar á móti skrölti ég heim úr skólanum um hádegið í dag drulluslöpp, engin æla mætt ennþá sem betur fer en magapína og slappleiki.
Heyrumst seinna. Ævintýrafararnir.

sunnudagur, október 07, 2007

Skemmtileg bíóferð

Fórum á þessa mynd í gærkveldi og hún var ótrúlega fyndin, langt síðan maður hefur hlegið eins og vitleysingur í bíó, mælum eindregið með henni.

Annars er það af okkur að frétta að börnin eru í skátaferð, fóru í gær og ekkert hefur heyrst frá þeim þannig að það hlítur að ganga vel. Þau koma svo heim í kringum 4 leytið í dag, eflaust dauðþreytt og ánægð.

Við kærustuparið fórum á Spiseloppen í gærkveldi og fengum okkur þessa fínu nautalund og skriðum þaðan út pakksödd, næst lá leið okkar á bar í nágrenni bleika bíósins þar sem mamman fékk sér langþráðan jarðaberjakokteil, nammi namm og svo var það bíó.

Eitthvað hefur þetta farið illa í pabbann því hann vaknaði í morgun með þessa skemmtilegu ælupest (tek fram að hann drakk ekki dropa af áfengi).

Jæja, best að hjúkra ástinni minni. Hej hej. Ævintýrafararnir.


fimmtudagur, október 04, 2007

3 tönnin farin

Fallegu börnin mín


Missti sína 3 tönn í dag


Alltaf jafn yndislegur
Börnin að braggast og lítur allt út fyrir að þau fari í helgarferðina með skátunum. K. hitalaus og fer í skólann á morgun honum til mikillar gleði, ég er ánægð á meðan það endist.
B. var með hitavellu í dag þannig að hún fer ekki í skólann á morgun, tek hana bara með mér í skólann þar sem ég þarf bara að vera í tvo tíma. Eigum svo að mæta með krakkana á Tårnbystation og þaðan fara þau með lest til Holte þar sem þau verða í skátabúðum fram á sunnudag.
Annað kvöld á ég svo svo klukkutíma vagt í uppvaski í skólanum mínum en þar er efterårsfest og sjá A-B og C bekkirnir um þá fest en ég er í B bekk. Allur ágóðinn rennur svo í útskriftarsjóðinn okkar.
Á laugardag erum við skötuhjúin búin að redda okkur barnapíu og ætlum út að borða á Spiseloppen sem er veitingastaður í Kristjaníu og svo ætlum við í bíó. Ætlum sko að hygge okkur og njóta þess að vera ein, sjaldan sem það gerist.

Jæja, nóg í bili. See you later. Ævintýrafararnir.



miðvikudagur, október 03, 2007

Mýsla líka orðin lasin

Steinn vinur okkar er 40 ára í dag. Steinn er búsettur á Hjarðarbrekku ásamt kærustu sinni Dagrúnu og dætrum þeirra þremur, Ingibjörgu Jónínu, Helgu Þóru og Maríu Ósk.
Innilegar hamingjuóskir með daginn elsku Steinn, mikið djö..... er svekkjandi að komast ekki í teitið á föstudag, við skálum bara við þig um jólin.

Mýsla hringdi í mig úr skólanum í morgun og bað mig um að sækja sig, var með höfuð- og magaverk og fann til í hálsinum. Ákváðum bara að koma við hjá dokksa á leiðinni heim og auðvitað er hún komin með streptókokkasýkingu eins og K. og fékk lyf við því. Dúllan greinilega með hita því hún sofnaði á biðstofunni og er nánast búin að sofa síðan við komum heim, slæm tímasetning því systkinin eru á leiðinni í ferðalag um helgina með skátunum, vonandi verða þau búin að ná sér.

Musik í skólanum á morgun og svo kemur hjúkka í heimsókn til AR en það er nokkursskonar 1 1/2 árs skoðun.

Biðjum ykkur vel að lifa. Ævintýrafararnir.

þriðjudagur, október 02, 2007

Gat á haus og sýking í hálsi




Fórum út að borða og fengum okkur ís en tilefnið var afmælið hennar Fjólu ömmu.
Annars var helgin bara típísk, dansskóli hjá B. út að leika, kíkt í Amagercenter og HM.
Pabbinn skellti sér svo í afmæli til Hjalta á 5. hæð og svo var skellt sér á tónleika í Kristjaníu með Croisztans. Ekki virðist vera hægt að hleypa þessum sveitastrák einum út að skemmta sér því eftir því sem sögursagnir segja urðu sölumenn dauðans í Kristjaníu frekar pirraðir yfir ættjarðarsöng sveitastráksins (nánar tiltekið "Yfir kaldan eyðisand") og félögum hans vinsamlegast bent á að þagga niður í honum EÐA !!z!#$&/.....
Eitthvað þykist hann hafa götótt minni eftir þetta kvöld en hann kom allaveganna lifandi heim.
Baráttan við lúsina heldur áfram og var skvísan kembd í 3 skiptið í kvöld og ennþá finnast kvikindin, hún er nátturlega með svo mikið hár en við gefumst ekki upp, ónei nei.
Annars hefur dagurinn í dag ekki verið sá skemmtilegasti, byrjaði á því að K. vaknar og segist vera kominn með í hálsinn einu sinni enn, streptókokkasýking í 4 skiptið frá júlímánuði. Hann var heima drulluslappur með hita og fékk auðvitað lyf en nú var sent sýni í ræktun til að komast að hver fjandinn er að.
Ég fór í skólann og í miðjum leirtíma hringdi dagmamman og þá hafði AR dottið á hnakkann og fengið gat á hausinn og ég brunaði með taxa og sótti hann og við fórum á slysó þar sem sárið var límt saman.
Enginn skóli á morgun, leti, kannski smá tiltekt, þvottahúsið og kíkt í svona eins og eina bók.
Já, það er sko nóg að gera. Ævintýrafararnir.