sunnudagur, október 14, 2007

Afmæli og bíó um helgina

Fórum á þessa í bíó í dag og var hún þrælskemmtileg, mælum með henni.
Allir á heimilinu frískir sem er nú bara undur og stórmerki. Við skólaliðið erum komin í haustfrí í viku, þ.e. ég, K og B.
K. er á leiðinni á koloni á morgun með fritids og kemur heim á laugardag, rosalega spenntur enda búinn að bíða í heilt ár.
B. ætlar nú bæði að vera í fríi heima hjá mömmu sinni og eitthvað að fara á fritids.
Já, við fjölskyldan fórum í 2 ára afmæli hjá Lofti Þór í börnerumminu og voru þetta þvílíkar veitingar að hálfa væri nóg, allaveganna var ekki mikil lyst á kvöldmat á heimilinu.
Það styttist nú allsvakalega í Liverpoolferðina hjá okkur kærustuparinu, erum orðin þokkalega spennt, aðeins 13 dagar jibbí jei, gaman gaman. Krakkarnir líka mjög spennt á að fá Fjólu ömmu í heimsókn.
Og já, það styttist líka í að litli frændi í Roskilde komi í heiminn en Kolla verður sett af stað á þriðjudag ef hann verður ekki kominn fyrr, spennó.
Jæja, best að fara að slökkva á þessu tæki sem kallast tölva og er þessi mikli tímaþjófur.
Ástarkveðja frá okkur í L806. Ævintýrafararnir.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

já mæli líka með þessari teiknimynd, mjög skemmtileg.
kveðja, Guðrún Elín

4:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ætla einmitt að fara á hana með stelpunum þegar tími gefst til :o
Gaman fyrir krakkana að fá ömmu til að passa sig.
En hvað segir þú fara þau í koloni í haustfríinu með frítíðs? hvurslagt þjónusta er þetta eiginlega þarna í Køben?
Bestu kveðjur Hafdís.

12:29 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home