þriðjudagur, október 09, 2007

Mont mont

"Roma hefur áhuga á Ragnari" stendur í mogganum í dag. Það er ekkert smá sem Ragga litla gengur vel í boltanum, brillerar með Gautaborg og hefur spilað með landsliðinu síðustu leiki. Fyrir þá sem ekki vita er Raggi systursonur hans Jóa, sonur Erlu systir, ójá bara svona smá mont á þriðjudegi.
Já, svo á hún Rakel Diljá, bróðurdóttir hans Jóa, afmæli í dag og er sú stutta 4 ára. Til hamingju með daginn sæta skvís.
Pabbinn á heimilinu orðinn þokkalega hress og mættur aftur í vinnu en þar á móti skrölti ég heim úr skólanum um hádegið í dag drulluslöpp, engin æla mætt ennþá sem betur fer en magapína og slappleiki.
Heyrumst seinna. Ævintýrafararnir.

5 Comments:

Blogger Lilja said...

Ég sé svip með þeim frændunum!

11:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ, það er varla að maður þori að kommenta hérna út af hættu við að fá einhverja pest. Vonandi farið þið nú að rífa ykkur uppúr þessu. Bestu kveðjur frá Hellunni.
Es. á að skella sér að landsleikinn Danm.- Ísl?

11:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Smá kvitt. Hvernig er þetta með pakkann, er hann kominn?? Endilega láttu mig vita.
Kveðja frá Svíaríki

2:36 e.h.  
Blogger AEL said...

Já Lilja, alveg sammála þér.
Sigga, já erum orðin þokkalega leið á veikindum. Nei við ætlum ekki á leikinn því við erum á leiðinni til Liverpool og það er alveg nógu stór biti í bili.

7:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

HÆ öll


ég hélt að þetta væri Jói og ætlaði að skamma hann firir að klippa af sér allt hárið við Fjóla amma vorum að djamma á konukvöldi í gærkvöldi mikið fjör og mikill og góður matur Bestu kveðjur og þúsund kossar frá langömmu

10:47 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home