miðvikudagur, september 12, 2007

Pestabælið mikla

Já svona til að svara kommenti hennar Erlu mágkonu minnar þá var þetta ég, Auður Erla sem var að skylmast svona þetta líka flott á myndinni.
Og við skötuhjúin erum sko að fara til Liverpool 27. október - 30. október og ætlum að sjá Liverpool-Arsenal keppast í knattspyrnu á Anfield leikvangnum, ekki leiðinlegt það. Mín elskulega móðir ætlar að koma og passa börnin á meðan, heldur ekki leiðinlegt það.
Annars var ég að enda við að senda kennara mínum ritgerð á meili sem ég var að dunda mér við að skrifa hérna heima þ.e. í pestabælinu okkar en AR er búinn að vera með hita síðan á lau en fór loksins til dagmömmu í morgun og svo er stóri strákurinn kominn með þriðju streptókokkasýkinguna í hálsinn á þremur fokk.... mánuðum.
Hann fór á skátafund síðasta mánudag og er þetta líka heillaður, ekta fyrir hann að binda hnúta og fara í tjaldferðir. B. ætlar líka að prófa á næsta mánudag en þau lenda ekki í sama hóp, bara gott um það að segja.
B. fór líka í sinn fyrsta sundtíma í gær og varð auðvitað að sýna alla sína kunnáttu og listir. Gékk vel og er örugglega verðandi sundgarpur eins og stóri bróðirinn.
Svo er það framlæggelse á morgun hjá mömmunni í skólanum og svo förum við hópurinn í keilu á föstudag og ljúkum þá okkar 3 vikum í AK bevægelsesfag.
Svo er mamman nefnilega að fara á mánudag í útilegu til Svíþjóðar og verður fram á föstudag, já þið lásuð rétt, útilegu. Ég veit geggjað en þetta er á vegum natur (nátturufagsins) í skólanum og eigum við að sofa í tjöldum, elda á báli og byggja allt sjálf, svona gera allt sjálf útilega og það erfiðasta fyrir Íslendinginn er að það er ekkert fyllerí, ekkert alkohól til að verma líkamann, í mesta lagi 1-2 öl á kvöldi yfir kvöldvökunni og that´s it.

Jamm og já, svona er lífið. Bæjó. Ævintýrafararnir.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hehehe Auður mín þú reddar þessu bara ertu ekki annars góð í því ;O) en að öðrum orðum búin að vera heima all vikuna með Alex hóstandi stíflað nef og svo lekandi nef og meiri hósta og hita gaman gaman og svo akkúrat af því ég á að vinna í kvöld og fara i 2 ára afmæli hjá litla guðsyni mínu á morgun hellist þessi kvef pest í mig "#$%& en jæja biðjum að heilsa hérna úr þessu pesta bæli hehehe hafið það bara sem best heyrumst

4:35 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home