mánudagur, september 03, 2007

Shitt hvað það var gaman í skylmingunum, vann tvisvar og tapaði tvisvar. Þetta er sko eitthvað sem ég gæti hugsað mér að prófa aftur.

Það var líka alveg rosalega gaman í Sirkus, börnin fóru á fílsbak, borðað var mikið popp og er ég alveg sannfærð um það að þetta á maður að gera á hverju ári.

Nú er allt að fara á fullt í skóla og hobbíum. B. byrjar að æfa sund á morgun og ætlar mamman með mýslunni sinni og hver veit nema kellingin syndi nokkra metra. K. byrjar svo í sundinu á föstudag.
Pabbinn byrjar aftur í söngnáminu á miðvikudag og er ansi spenntur. Svo er B. að byrja í dansskóla á laugardag þannig að það verður sko nóg að gera hjá fjölskyldunni í vetur, gaman að því.
Venlig hilsen. Ævintýrafararnir.


8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Liverpool-kvitt, eftir svona helgi langar manni að skella sér á Anfield. Rigningar kveðjur frá Hellu

10:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kvitterísvitt frá Bifrestingunum það er alveg ferlegt hvað maður er lélegur í að kvitta þó maður kíki á hverjum degi nánarst.
kveðja til ykkar allra kæra frænka

9:07 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ykkkur er boðið í afmæli til AM á laugardaginn klukkan 12 í börnerumminu.
Kveðja Fjóla

5:51 e.h.  
Blogger Lilja said...

En Hafdís frænka...ætlar þú ekkert að fara að blogga sjálf. Það var svo gaman að fylgjast með lífinu á Bifröst. Ég fer nú að koma á vinnuhelgi bráðum og það væri gaman að kíkja aðeins á ykkur í leiðinni :)

5:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Feikna fjör er á ykkur þarna í Køben.
Kveðja Hafdís

10:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ástar þakkir fyrir sendinguna englarnir mínir þetta var allveg frábært


langamma

10:14 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Hæ
það er alltaf nóg að gera hjá ykkur og sama fjörið,orðið langt siðan maður fór hér inn eins og sést á kvittinu , semsagt kvitta alltaf :) Hafið það sem allra best.

KV . Hjarðabrekkugengið

1:35 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Spurning hvort við getum nokkurntíman bara sparkað á milli aftur. Þú ert komin í svo miklu "flóknari" íþróttagreinar. Kveðja frá Sandy.

3:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home