mánudagur, ágúst 27, 2007

Maurabælið

Vá hvað er erfitt að drullast til að blogga og vá hvað þið eruð léleg að kvitta. OK nóg að kvarti og kveini.

Búin að skella mér í blak á fimmtudag og svo á föstudeginum fórum við í klatring, æi þið vitið svona klifur upp vegg með öryggisbönd á sér, ég klifraði reyndar ekki en fylgdist vel með hinum, ekki alveg fyrir mig.

Í dag fór ég svo í heimsókn ásamt fleirum úr skólanum á stað sem heitir Idrætshuset en það er staður fyrir manneskjur sem eru psykisk syg og þar getur þetta fólk stundað allskonar íþróttir og fengið hjálp og leiðbeiningar. Fengum að vita allt um starfsemi þessa félags og á morgun ætla ég ásamt 3 öðrum stelpum að skella okkur með þessu fólki í keilu, gaman gaman og forvitnilegt.

Helgin var þokkalega róleg, vorum úti að leika okkur eða í mauraleit, ójá erum að drukkna hérna í mauragangi á heimilinu.

Erum að fá Eyjó mág og Bergdísi Líf bestu frænku í heimsókn í nokkra daga, þau koma til DK í kvöld en gista hjá Ragnheiði Eyjósystir í nótt en svo ætlar BL að gista hjá okkur næstu tvær nætur, mikill spenningur hér á heimilinu.

Stóru börnin eru að fara í ferð á morgun með skólanum sínum, saman. 0u= B. bekkur 1u, 2u= K. bekkur og 3u fara saman á Amager fælled sem er staður með dýr ofl. Fyrsta skólaferðin þeirra saman og eru þau mjög spennt.

Jæja, veriði nú dugleg að kvitta, það er svo gaman að sjá hverjir lesa eða hvort einhverjir lesa. Já ég er líka búin að setja eitthvað af nýjum myndum inn hjá krökkunum.
Venlig hilsen. Ævintýrafararnir.

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ, er á bloggrúnti. Bestu kveðjur!!!

9:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hér er ég... líka á bloggrúnti.

Garðar

10:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

loksins eitthvað nýtt til að lesa og skoða hehehe hvernig stendur á þessu með maurana ?? allavega allt gott að frétta héðan skemmtið ykkur vel Kristófer og Birta og skemmtið ykkur vel að hafa Bergdísi öfunda hana ekkert smá að vera með ykkur ég er bara ap vinna á fullu í Breiðholtsskóla og svo Select bensínstöðin aðra hvora helgi gots t make money lol og svo maður dauður inn á milli kíki á myndirnar þegar ég er ekki alvega kúg uppgefin heyrumst og sjáumst biðjum að heilsa
Kv Steinunn og Alex

1:42 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kvitt, kvitt og kveðja ;-)...

10:13 f.h.  
Blogger Lilja said...

Mig langar að vera hjá ykkur núna....

10:49 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ og kvitt kvitt, viðurkenni það að ég er ekki nógu dugleg að kvitta, en "kíki" reglulega á ykkur.
kv, Guðrún Elín

11:38 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hafið það huggulegt.
Knús Knús
Jóna

11:56 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Auður Erla mín
ég les þig alltaf en kvitta ekkert skamm skamm á mig - bloggið þitt er sko lesið og fylgst vel með ykkur.
Knús frá okkur öllum hér á Íslandi

Guðrún frænka

3:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já já og hér er ég. Tryggur lesandi og KVITTARI.
Kveðja Hafdís Sig.

10:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég les kvitterí kvitt kv. Dóra

6:19 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home