fimmtudagur, júní 28, 2007

33 ára í gær

Mamman að blása á kertið

Ekkert smá sæt muffins

Vil nú byrja á því að þakka fyrir allar afmæliskveðjurnar, takk takk.
Dagrún vinkona okkar átti líka afmæli í gær og er auðvitað á besta aldri, til hamingju aftur með daginn.
Já, átti þennan yndislega afmælisdag í gær þar sem ég fyllti 33 ár. Dagurinn byrjaði á því að ég fékk tvo pakka, perluplötu frá B. og kokteilgræjur (til að búa til kokteila) frá börnunum.
Svo fór ég í vinnuna þar sem tekið var á móti mér með afmælissöng bæði frá vinnufélögum og seinna börnunum mínum á plyssestuen og tróðum við í okkur skúffuköku og flødebollum. Ég fékk meiri að segja gjöf frá vinnufélögunum, 200 dkk inneign í GADbókabúðinni, alveg tilvalið fyrir námið.
Var búin að vinna kl. 14 og þegar ég mætti heim voru bara allir heima, pabbinn búinn að sækja krakkana og beið eftir mér þessi fína muffins sem sést hér á myndinni fyrir ofan og sætabrauð og svo rigndi gjöfunum yfir mig. Frá börnunum fékk ég; rauða blómasokka sem stendur á: "verdens sødeste mor", gullmedalíu sem stendur á: "verdens dejligste kvinde", aðra perluplötu frá B. og frá unnustanum fékk ég gullarmband.
Um kvöldið fórum við svo öll út að borða þar sem við fengum þessa líka hrikalega lélegu þjónustu sem endaði reyndar með því að við fengum frían ís, eins mikinn og við gátum í okkur látið, og það var sko mikið og fría steik næst þegar við komum, hana nú. Borgar sig sko að geta skammast á dönsku, lærði það af henni elskulegu systir minni.
Við komum til Íslands annað kvöld, verðum hjá Erlu ömmu og mömmu og pabba ef einhver vill hitta okkur.Verðum með gamla nr. mitt: 861-6116.
Ætlum líka í sumarbústað 6-13 júlí í Ölfusborgum og þangað eru sko allir velkomnir, vinir og fjölskylda. Verðum ekki mikið á ferðinni þar sem við höfum ekki fengið lánaðan 7 manna bíl því við erum jú 7 í fjölskyldunni þannig að þið kíkjið bara á okkur, ikke???
Hej Hej. Ævintýrafararnir.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Betra seint en ekki hehe Til lukku með afmælið, sjáumst í ættarmótinu

12:30 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sama hér... til hamingju með daginn.

Kv.
Garðar

9:10 f.h.  
Blogger Heiðrún said...

já til hamingju með daginn og góða ferð til íslands!

1:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn elsku Auður.
Kveðja frá Svíaríki

9:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ert nú sennilega komin á klakann. Bið að heilsa þangað :)
Kveðja Hafdís Sig.

11:59 e.h.  
Blogger Lilja said...

á ekkert að blogga?

10:39 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home