mánudagur, júní 18, 2007

Við erum á lífi

Fjóla gæs

Liðið að borða á Reef´n´beef

Mýsla að fara að hitta bekkinn sinn



Kollegikrakkar að sóla sig



Baywatch hvað?????




Krúttið okkar á ströndinni





Gaman að leika í sandinum


Er bara ekki löngu kominn tími til að skrifa eitthvað hér á þessa síðu. Erum búin að bralla ýmislegt þessa síðustu viku.

Fórum á Kulturfest í K. skóla síðasta laugardag en stoppuðum nú stutt vegna hita en fórum því bara á ströndina og grilluðum hérna úti um kvöldið. Rauðvínið rann þokkalega vel niður, svo vel að foreldrarnir enduðu með að skemmta sér ásamt öðrum hér á Kolleginu fram á nótt.

Á þriðjudeginum fórum við mæðgur að hitta kennara og nýja bekkinn hennar B. en eitthvað var nú dræm mætingin, fimm börn mættu ásamt foreldrum sínum af rúmlega tuttugu. Rosa gaman samt að hitta þá sem mættu og er sú stutta rosalega spennt að byrja í børnehaveklasse 0u eftir sumarfrí.
Á miðvikudeginum fengum við góða heimsókn, Jóna Sigga, Bjöggi, Helena Ösp og Díana Lind voru mætt til Köben og eyddu með okkur deginum, við grilluðum og hygguðum okkur saman.

Á föstudeginum skelltum við okkur svo út að borða á Reef´n´beef með Jónu Siggu og co. þar sem við borðuðum kengúru, Emú og krókódíl og mömmurnar voru sko duglegar að skella í sig kokteilonum. Eftir matinn lá svo leiðin í tívolí þar sem allir skemmtu sér konunglega. Pabbarnir tóku á honum stóra sínum og skelltu sér í Himmelskipið þrátt fyrir stórar yfirlýsingar nokkrum mínútum áður að þeir myndu nú aldrei fara í það helvíti. Við enduðum svo á því að fara í stóra rússíbanann og var þetta mitt fyrsta skipti og vá, þetta var geggjað, á sko eftir að fara aftur. Vorum komin heim um miðnætti með ansi þreytt en alsæl börn.

Á laugardeginum gæsuðum við Kollegikellingarnar hana Fjólu sem er að fara að giftast honum Gumma sínum í ágúst. Þetta var mesti rigningardagur ársins en ekki furða því það var áætluð 17. júní skemmtun hér niður á strönd. Jói skellti sér samt með börnin ásamt flestum hinum pöbbunum en stutt varð það, keypt smá íslenskt nammi og svo heim aftur nema B. sem varð eftir með Arnaldi vini sínum.

Aftur að gæsuninni, lokkuðum hana heim til Elínar þar sem við tókum á móti henni með tippaköku, rúnstykkjum og fleiru. Hjóluðum svo niður á smábátahöfn og þar tók á móti okkur hraðbátur með gúmmíslöngu aftaní og ég, Gæsin og Ragnheiður byrjuðum. Vorum spurðar hvort við vildum hafa þetta rólega ferð eða villta og auðvitað völdum við villta, ó mæ god. Get varla hreyft mig í dag vegna harðsperra, þetta var klikkað en samt gaman. Eftir sjóferðina hjóluðum við niður á 5øren þar sem 17. júní skemmtunin var en þar voru nokkrar hræður sem Fjóla gat ruglað í. Svo fórum við niður í bæ á eitthvað baðhús og fórum þar í gufu og náðum upp smá hita í kroppinn, tek fram að allan þennan tíma var hellidemba, stytti ekki upp. Loksins þegar við vorum búnar að baða okkur hætti að rigna og lá leið okkar þá heim til Elínar þar sem við borðuðum tælenskan og svo var djammað fram á nótt, sungið í singstar og Mustafa strippari mætti á svæðið öllum til mikillar gleði, að ég held.

Já, svona er lífið á L806, nóg að gera og allir hressir og kátir. Erum rosalega spennt að koma til Íslands, aðeins 11 dagar.

Biðjum að heilsa í bili. Ævintýrafararnir.








5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

það er naumast bara líf og fjör hjá ykkur hlökkum til að sjá ykkur eftir 11 daga þá getum við loksins látið börnin hafa sund pokana og sund boltana hehehe akkúrat veðrið til þess núna en að öðrum orðum Alexander þurfti endilega að næla sér i einhverja óþverra kvef pest núna auðvitað af því að það er komið sumar hehehe og ég með í maganum fyrir helgi og fram á sunudag bara stuð en allt annað er gott að frétta heyrumst og sjáumst biðjum að heilsa öllum
Kv Steinunn og Alexander = Alex

8:34 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

TAkk takk takk fyrir geggjaðan dag. Þetta gleymist seint, og rigningin setur stóran svip á skemmtilegan dag. Ég er ekki ennþá orðin góð í kroppnum eftir fjandans tuðruna :)
Kveðja Fjóla gæs

8:47 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

He.he.. ekkert smá flottar myndir af ykkur... Allir sólbrúnir og sætir.. Hafið nú gott og vonandi náum við að hittast þegar þið komið hingað á Klakann ;-)

10:08 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ hæ tek undir með henni þórunni , flottar myndir af ykkur , sé að maður þarf að vera duglegri í brúnkukreminu , ekki er nú mikið sólin :) hafið það sem allra best .

kv Hjarðabrekkugengið

2:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

alltaf gaman að kíkja á ykkur, greinilega mikið fjör þarna í Köben hvernig getur maður sótt um að komast að þarna hehe
Kveðja frá Bifrestingunum

8:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home