Nokkrar
myndir frá London
Fórum í skoðunarferð í tveggjahæða strætó
Hittum nokkra ánægða Chelsea aðdáendur eftir leik á móti United
Big Ben
Risastóra parísarhjólið London Eye með Big Ben í baksýn
Hittum nokkra ánægða Chelsea aðdáendur eftir leik á móti United
Big Ben
Risastóra parísarhjólið London Eye með Big Ben í baksýn
Og auðvitað einn langþráður Guinnes
Erum komin heim frá London þreytt og sæl og auðvitað búin að eyða of miklum pening en skítt með það.
Þetta varð nú samt ekki eins auðveld ferð og við bjuggumst við því litla krúttið okkar veiktist aðfaranótt föstudags með ælu, niðurgang og hita sem varir reyndar enn. Við létum það nú ekki á okkur fá því hann svaf nú mest allan tímann litla greyjið og var rosalega góður og þolinmóður við foreldra sína.
Tókum einn og hálfan verslunardag og restin fór í að skoða okkur um í þessari flottu borg og auðvitað að borða á allskonar veitingastöðum.
Frekar fyndið að skella sér upp í flugvél og fljúga aðeins í 1 klst og 20 mín og vera kominn til London, maður verður að vera duglegri við þetta.
Talandi um litla krúttið okkar þá er hann ennþá lasinn og þegar við komum heim seinnipartinn í gær var hann svo slappur að hann gat ekki gengið. Okkur leist svo ekki á blikuna í gærkveldi og hringdum á lækni sem kom og kíkti á hann. Dokksi var alveg á því að láta leggja hann inn en við ákváðum að bíða til morguns. Hann borðaði svo hafragraut í morgun en ældi honum aftur og svo fórum við með hann til Jóns læknis seinni partinn í dag. Þá var hann farinn að borða smá þannig að þetta lítur ekki eins illa út núna en hann er ansi máttfarinn og þar að auki er hann kominn með eyrnabólgu einu sinni enn.
Stóru börnin eru enn hjá pabba sínum og skemmta sér konunglega, búin að fara til Århus til frændfólks síns og eru komin aftur til Köben og gista á hóteli. Fóru víst í ZOO í dag og fara í tívolí á morgun og koma svo heim annað kvöld.
Biðjum að heilsa í bili. Ævintýrafararnir.
6 Comments:
Greinilega verið dugleg í LONDON :D
Ég fór í London-eye fyrir um 2 árum og það bilaði og við vorum föst upp í langan tíma. Það hjálpaði ekki lofthræðslunni minni. Held að ég hafi aldrei sé Big-Ben.
Gott að labbakútur sé að braggast.
hæ hæ velkomin heim leiðinlegt að hera um litla stúf vonandi braggast hann sem fyrst en gott að heyra að þið hafið skemmt ykkur vel og alles ekekrt nýtt að frétta hérna bara Alex 11 ára í dag og reyna finna hentugan dag til að halda upp á það phew og svo gesta gangur og so baran pössun lol en þetta er búið að vera gaman alltaf gaman að fylgjast með blogginu ykkar og Lilju Heyrumst og sjáumst fljótlega ef ég man rétt hehehe Alex biður að heilsa Kristófer og Birtu ;O) og ég bið að heilsa öllum bara
Kv Steinunn
Jói flottur í þessum bol með bjórinn, Eyjó var einmitt í alveg eins bol í París og drakk Guinnes...haha!
Frábært að heyra að ferðin hafi verið góð. Vonandi verður sá stutti fljótur að jafna sig.
Kveðja Hafdís
gott að þið skemmtuð ykkur vel í London, hef einu sinni skellt mér þangað en það er að vísu orðin öööö 17 ár síðan(ó mæ god, tíminn líður hratt á gervihnattaöld) Vonandi jafnar litli maðurinn sig fljótt.
kveðja guðrún elín
Æj litla greyið, vonandi hressist hann fljót.
Kveðja frá Svíaríki
Skrifa ummæli
<< Home