fimmtudagur, maí 10, 2007

Nei Guðrún Elín

við erum ekki ennþá í sumarhúsinu. Hef bara ekki komið mér í það að blogga.
Er búin að vera heima síðustu tvo daga drulluslöpp með ælupest og hita. AR var líka heima í gær með enn eina augnsýkinguna og hita en fór í dag til dagmömmunar. Þessu ætlar aldrei að linna, er samt fegin að þetta skeður núna en ekki í næstu viku því við erum að fara til LONDON, jibbí erum alveg rosalega spennt.


En já við fórum í þetta sumarhús sem er staðsett á Norðvestursjællend rétt við Nykøbing og eyddum þar yndislegum 3 dögum með Kollu, Óla, Alexöndru Líf, Ronju, Kristjönu Elínu og bumbubúanum þeirra. Veðrið var hreint frábært, steikjandi sól og blíða. Bústaðurinn var æðislegur í alla staði með risastóru nuddbaði og ég veit ekki hvað og hvað.

Ferðin fram og tilbaka gekk nú ekki átakalaust en ég nenni ekki að fara nánar út í þá sálma, segi bara að við leigjum okkur bíl fyrir næstu sumarhúsaför.

Annars er bara allt þokkalegt að frétta af okkur hérna í L806. K. búinn að fara í eina heimsókn í tilvonandi nýja bekkinn sinn og gekk hún bara vel, hann var allaveganna rosalega ánægur með hana, sagðist hafa unnið með bókstafi og spilað svo Ludó.

B. byrjaði á fritids á síðastliðinn mánudag og er hún alveg hæstánægð. Fengum reyndar sorgarfréttir þann morgun en pabbi Sebastians, eins besta vinar hennar lést nokkrum dögum áður í lestar"slysi". Hrikalega sorglegt.

AR er alltaf jafn glaður og duglegur. Heldur okkur foreldrunum á tánum hér heima og annarsstaðar með sínu skemmtilega tæteríi, hann er svo hrikalega handóður að hálfa væri nóg. Hleypur orðið útum allt og er ansi ákveðinn en alltaf jafn mikið krútt. Tók hana KE frænku sína í bústaðnum ansi oft í gegn og grét hún ósjaldan eftir hann.

Já eins og ég minntist á hérna áður erum við að fara til London á fimmtudag eftir viku og verðum fram á mánudag. Tökum litla krúttið með en börnin fara með pabba sínum og kærustu hans til Århus á miðvikudag og verða í viku.

Eurovision í kvöld og við erum ekki búin að heyra íslenska lagið, held að það hafi aldrei gerst áður. Segi nú samt, áfram Ísland og DK.

Jæja nóg að blaðri í bili. Farin í þvottahúsið.

Farvel. Ævintýrafararnir.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Góða helgi og góða ferð til London...

12:09 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Góða ferð til London og njótið þess sem borgin hefur uppá að bjóða.
kveðja
Erla og co

10:52 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hjúkk gott að þú sért komin.
Góða helgi.
Kveðja Hafdís Sig.

11:39 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er alltaf gott að koma heim þó maður njóti sín í fríinu, en bara góða ferð í næstu reisu.
kveðja
Guðrún Elín

12:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jæja þá fer að koma að næstu ferð, rétt handan við hornið ;)
Kveðja Hafdís

8:39 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home