sunnudagur, apríl 22, 2007

Mamman á djamminu


Sirkussýningin var hreint frábær og var þetta alveg alveg ekta fyrir soninn. Hann stóð sig hreint frábærlega og var að fíla sig í botn.
Letur dagsins er til heiðurs nýfæddu prinsessunni sem fæddist í gær og eru danir gjörsamlega að missa vatnið yfir henni.
Nóg var að gera hjá mömmunni um helgina. Fór út að borða með saumó á föstudagskvöldið og fórum við á fondustað. Byrjuðum á því að fá okkur kokteil og snafsa á bar við hliðina og borðuðum svo á okkur gat og drukkum enn meira. Fórum svo aðeins á röltið til að finna hinn fullkomna stað til að vera á en enduðum svo á kollegibarnum.
Jói fór í gær að hitta nokkra vini frá Íslandinu en Siggi Árni og frú voru í Höfninni í nokkra daga. Hann hitti líka Bjössa Kjúllastjóra en hann var á ferð með saumaklúbb frúarinnar þannig að það var slatti af Rangæingum þrammandi hér um göturnar yfir helgina.
Í gærkvöldi var svo vinnupartý hjá mér þar sem við hittumst heima hjá einni og borðuðum saman, einn karlmaður og 12 kvensur. Er gjörsamlega dottin úr æfingu með að drekka tvo daga í röð þannig að ég var nú komin frekar snemma heim.
Í dag skelltum við okkur svo í bíó með tvö eldri börnin þar sem við sáum Turtlesmyndina sem er nú bara þrælgóð. Krúttið okkar var í heimsókn hjá Ragnheiði, Ingva og Sindra í J-inu á meðan.
Var að horfa á veðurfréttirnar og lítur næsta vika alveg rosalega vel út. Hitinn fer hækkandi og um miðja vikuna á hitinn að vera yfir 20 gráðunum, jess.
Farvel. Ævintýrafararnir.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

He He Auður mín sko það voru sko merkilegri heiður í gærkvöldi en litla dana prinsessan Gull Brúðkaups Afmæili hjá ömmu og afa mar má ekki gleyma þeim það var rosa gaman mikið rifjað upp og alles bara sif og gæjinn hennar kom og svo náttla sighvatar börn og svo ég og alex og Bergdís dröfn og Ási sighvatur og Olla og Ari og Kristín og svo heiða og Stjáni mikið borðað og drukkið komu seint heim en samt gaman vildi óska þess að þið hefðuð getað verið með okkur og svona hvernig væri nú að fara senda þessa sól til okkar þarf ég að koma í heimsókna til ykkar til þess að geta sólað mig og alles hehe hafið það gott og flott mynd af Kristófer kveðja úr komandi rigningu og þvílíku vindraskati ;O) mig langar í sól og meiri sól
Kv Steinunn og Alexander

8:22 e.h.  
Blogger Lilja said...

Hæ hæ!
Ok, núna ætla ég að fara að kíkja hvað kostar að kíkja á ykkur, mig er líka farið að vanta föt!

10:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ohhhh hvað ég er sammála þér Lilja mig langar að sleppa héðan þvílíkt bara need a vacation en get samt örugglega ekkert fyrr en í júní þegar skólinn og vinnan er búin ;O( en hver veit nema ég láti verða af því núna lol
Kv Steinunn

1:37 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sumarkveðja frá Sönderborg

10:08 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home