föstudagur, mars 23, 2007

Vorið er komið

Þá erum við búin að fá smá kulda og svo er hitinn kominn aftur og á að hitna enn meira næstu daga, jibbí. Það versta er að AR er með mikinn hita og er búinn að vera með hann frá afmælisdegi sínum. Annars áttuð við voða kósí afmælisdag með honum þar sem hann fékk köku og blés á kerti, reyndi reyndar að grípa í það en það slökknaði að lokum og svo voru pakkarnir opnaðir. Stefnum á það að halda veislu fyrir hann þarnæsta laugardag í börneruminu, það var því miður ekki laust núna um helgina.

Annars er allt fínt að frétta af okkur hérna í Kaupmannahöfninni. Margt á dagskrá á næstunni sem okkur hlakkar mikið til t.d.;
Svíþjóðarferð í næsta mánuði þar sem við ætlum að eyða páskunum með Írisi Gyðu frænku og fjölsk.
Bústaðarferð í byrjun maí með Kollu og fjölsk.
5 dagar í London um miðjan maí þar sem við kærustuparið ætlum að hygge okkur ásamt litla krúttinu okkar. Stóru börnin fara með pabba sínum og kærustu hans til Århus og dvelja þar í viku.
Svo er það auðvitað Íslandsferð í lok júní þar sem við dveljum í 3 vikur.
Og svo hljótum við að finna upp á einhverju í millitíðinni. Vonandi fáum við líka einhverja í heimsókn, alltaf heitt á könnunni og kaldur í ísskápnum.

Annars ætlum við bara að slappa af um helgina, þar er ekki mikið hægt að gera þegar maður er með veikt krútt hérna heima, það versta er að það er spáð svo góður veðri, buhu.

Ætlum allaveganna að horfa á Scenen er din í kvöld sem er svona fjölskylduþáttur þar sem er keppt er í t.d. barnasöng, dansi og fl. en sonur vinnufélaga míns er að keppa, hann Roberto er 12 ára og er að syngja í barnasöngnum, spennó spennó. Mamma hans er pædagog á stofunni við hliðina á minni og amma hans er á minni stofu og voru þær að springa úr spenningi í morgun. Þær verða nátturlega í salnum og er amma hans búin að vera að búa til risastór hjartaspjöld með nafninu hans á.

Jæja, þarf að skella kjúllanum inní ofn.
Góða helgi. Ævintýrafararnir.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Góða helgi.
Kveðja Hafdís

p.s 6 dagar í hitting!!

12:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ohh held bara að það sé að fara að vora hér líka... hi.hi.hi.hi... Kveðja frá Selfossi....

5:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home