mánudagur, mars 05, 2007

Eyrnabólgan mætt í litla stýrið

Litla rúsínurassgatið okkar er kominn með eyrnabólgu en tekur henni eins og flestu öllu með jafnaðargeði. Fór með pabba sínum til læknis í morgun og fékk pensilín og vonandi virkar það sem fyrst.
Hann er orðinn svo duglegur að labba með og labbaði hann með mér í morgun þegar ég hélt í aðra höndina á honum, allir þeir hlutir eða húsgögn sem geta færst úr stað röltir hann með á undan sér og vitið þið sem hafa komið til okkar hvað það er nú ekki mikið pláss fyrir svoleiðis stúss en hann lætur það sko ekki stoppa sig. Æi hvað það er gaman að þessu, þessi börn eru bara svo yndisleg.

Fór í mína fyrstu tannlæknisheimsókn í dag síðan ég flutti til DK. Segjum allaveganna svo að ég þarf að mæta aftur en tannlæknirinn minn er karlmaður svona frekar í yngri kantinum, kannski í kringum 40 ára. Hann veðraðist allur upp þegar hann sá nafnið mitt og spurði hvort ég væri frá Íslandi og vildi sko fá að vita hvenær væri best að ferðast til landsins. Síðan byrjar hann að skoða mig og byrjar þetta líka mikla garnagaul hjá kappanum og hann segir "úbbs þetta var víst í maganum á mér" og hló rosa aulalega. Mér fannst þetta bara fyndið og sagði "aha" (gat nátturlega ekkert annað með galopinn munninn): Nei haldiði ekki bara að þetta hafi verið stanslausir garnagaulatónleikar þennan hálftíma sem ég var hjá honum, hann baðst afsökunar fram og tilbaka og lofaði sko að vera búinn að borða næst þegar ég kæmi. Eins og mér væri ekki nákvæmlega sama hvort ég heyrði garnagaul, ég er nú einu sinni Jæjakona.

Jæja, börnin komin í háttinn. Best að fara að glápa á imbann.

Hej hej. Ævintýrafararnir.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hahahha fyndið þetta með gaulið.
Vona nú að þetta gangi fljótt yfir með eyrnabólguna....ömurlegt að vera með eyrnarverki.
Kveðja Hafdís úr friðsælu Sønderborg!!

8:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Góður þessi :) en kannski þessi virði að hlusta á gaulið ef það hefur verið eitthvað flott að horfa á :)
vonandi lagast þessi eyrnabólga sem fyrst , hér er búið að vera veikindi og aftur veikindi en þetta er nú allt að koma, og meðan ég man ef maður skyldi ekki komast í tölvuna á morgun.

TIL HAMINGU MEÐ AFMÆLIÐ JÓI MINN

(6 mars)KNÚS til þín frá okkur öllum og til ykkar allra með bestu kveðju í frið og ró Hjarðabrekkufengið

10:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hjarðabrekkugengið:)

10:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn Jói. Við elskum þig líka, eins og hann Kristófer okkar og hin börnin ykkar.
Jæjakonur Auja, að sjálfsögðu hefur oft heyrst garnagaul í okkur vinkonunum. Allar þvengmjóar og í stöðugu aðhaldi sem kallar að sjálfsögðu á smá gaul. Ef einhverjum hefur dottið eitthvað annað í hug þá eru þetta einu búkhljóðin sem heyrast í okkur því hvorki rekum við við eða ropum. Það er sannað!

11:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home