Nóg að gera
Stóru börnin mín alveg dolfallin að horfa á ET borðandi ís
Þessum finnst nú bara gott að borða allt, alveg sama hvað það er
Ætla að byrja á afmælisbarni gærdagsins en það er Sönderborgbúinn Hafdís Sig. Enn og aftur til hamingju með daginn kæra vinkona.
Ætla að byrja á afmælisbarni gærdagsins en það er Sönderborgbúinn Hafdís Sig. Enn og aftur til hamingju með daginn kæra vinkona.
Er svo gjörsamlega búin á því eftir vinnu á daginn að ég nenni ekki að blogga þannig að best að bæta úr því núna svona rétt fyrir vinnu.
Það gengur bara fínt hjá mér, börnin yndisleg og starfsfólkið fínt þannig að það er yfir engu að kvarta. Finnst soldið skrítið að vera svona mikið frá börnunum mínum en ég var t.d. á þri að vinna 8:30-15:30 og svo var starfsmannafundur frá 17-20. Ekki sá ég mikið af þeim þann dag en þetta er eitthvað sem maður verður bara að venja sig við.
Annars eru börnin bara hress og kát, sá stutti vaknar 6 á morgnana okkur til mikillar gleði og er alltaf jafn kátur hjá dagmömmunni. K. og B. glöð og ánægð og er það fyrir öllu.
Pabbinn fór í sinn fyrsta söngtíma í gær og var alveg hæstánægður með það og líst bara þrælvel á.
Við fjölskyldan ætlum að skella okkur út að borða í kvöld, nokkur tilefni t.d. 1 árs trúlofun okkar skötuhjúanna á morgun sem er jafnframt afmælisdagur Harðar afa en hann lést í sumar. Svo er bara gaman að létta sér lundina annars slagið, er það ekki???
Jæja þá er best að fara að koma liðinu af stað. Hafið góðan dag og farið varlega.
Ævintýrafararnir.
1 Comments:
Til hamingju með daginn á morgun skötuhjú!!
Skrifa ummæli
<< Home