föstudagur, janúar 26, 2007

Roskilde, her kommer vi!!!

Litla montrassgatið okkar

Er núna að hlusta á Sálina og Sinfó, vá gæsahúð. Svekkelsi að missa af þessum tónleikum, maður fær svona fyllerísfíling. Væri til í að vera í útilegu í lopapeysu og gúmmískóm með ástinni minni og jæjakvensum, draumur draumur, en vonandi kemur einhvern tíma að því. AR lasaríus er að fíla þetta í botn, dansar hérna við tónlistina, er greinilega með góðan smekk. Hinir í familíunni eru í sundi og koma bráðum heim eflaust glorhungruð.
Ég fór í heimsókn í morgun á tilvonandi vinnustað minn og mér leist alveg rosalega vel á þetta. Það tekur mig u.þ.b. 10 mín að hjóla þangað þannig að strætó/lestarkortið fær núna 6 mánaða pásu. Ekkert smá næs starfsfólk þarna og gerði nátturlega endalaust grín að því þegar ég sagði nafnið mitt, vá af hverju gat ég ekki bara heitið einhverju einföldu nafni, danirnir meika bara ekki að segja ð, það er bara ekki til í þeim. Þeir bera nafnið mitt fram svona: ÁDUR. Þetta er rosalega stór staður með 102 börn, 3 leikskólastofur og 3 vöggustofur en ég verð á leikskólastofu. Ég rosalega vinsæl þurfti að spyrja strax um hvort ég gæti ekki örugglega fengið sumarfrí fyrstu 3 vikurnar í júlí svo við kæmumst til Íslands og það var bara ekkert mál, bjóst nú við að það yrði erfiðara en svo en þau voru mjög skilningsrík, alveg hreint frábært. Svo byrjar gleðin 1. febrúar og er ég mjög spennt.
Já talandi um Ísland. Við gerðum okkur lítið fyrir og pöntuðum flug til Íslands í sumar, komum fös. 29. júní og förum aftur fös. 20. júlí en K. og B. verða lengur hjá pabba sínum. Þannig að ef þið vitið um einhvern sem vill leigja íbúðina okkar á þessum tíma endilega hafið samband.
Erum að fara á morgun til Roskilde til Kollu og co. og ætlum að hygge okkur saman með þeim. Ætlum að elda þessa risastóru önd sem J.fékk í jólagjöf og líka hangikjöt sem Kolla og Óli komu með frá Íslandi um jólin, þetta verður eflaust mega matarveisla og eflaust renna nokkrir kaldir niður seinna um kvöldið, jafnvel verður skellt sér í pílu út á svölum. Ætlum að gista í þetta skiptið því síðasti strætó fer frá þeim kl. 22 og þá erum við nátturlega rétt að komast í gang.
Jæja, verð að fara að huga að matnum svo ég verði ekki tekin í gegn af hungruðu sundgörpunum.
Eigið nú góða helgi og passið ykkur á bílunum. Ævintýrafararnir.

4 Comments:

Blogger Lilja said...

Skemmtileg færsla, ertu nokkuð í því :) haha!

Það verður gott að sjá ykkur í JÚLÍ, en allt of langt þangað til....aldrei að vita nema ég skreppi, er með útlandsþörf á háu stigi núna!

8:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það verður greinilega stuð hjá ykkur um helgina. Ekkert smá heppin að vera svona nálægt að vinna....10 mín að hjóla, æði.
Góða helgarrest.
Hafdís.

10:22 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jæja, gat nú verið; Ísland - Danmörk á morgun!! Með hvaða liði haldið þið????? Er búin að komast að því að það er mjög heilsuspillandi að horfa á þennan andskota, þrýstingurinn fer upp úr öllu valdi!!! En allavega, hvernig sem allt fer, hafið það alveg rosa gott!! Kveðjur úr roki og rigningu,
Sigga Þ.

3:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Áfram Ísland !!!!!.. Áfram Ísland !!!!!.... he.he.he.he...

3:41 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home