miðvikudagur, janúar 24, 2007

Syngjandi hér, syngjandi þar.....

Svona leit Kaupmannahöfn út í gær
Vil byrja á því að þakka öll kommentin sem ég fékk vegna próflokanna, þið eruð yndislegar.
Er með AR lasaríus heima í dag, er með hita og kvef. Leyfði B vera heima í dag vegna þess að við ætluðum sko aldeilis að dúlla okkur við kuldaskóakaup og fleira en veit ekki hvernig það fer fyrst að guttinn er lasinn, ætli við skellum okkur bara ekki út á eftir þegar Unnustinn vaknar.
Já talandi um Unnustann. Haldiði ekki bara að hann sé búinn að skrá sig í söngnám og byrjar 7. febrúar. Langþráður draumur að rætast hjá þessari elsku. Skólinn heitir Rytmisk Center og er á Vesterbrogade og mætir hann einu sinni í viku, tæpa tvo tíma í senn.
Nóg að gera hjá K þessa dagana, fór á skauta á mánudag og sund í gær með fritids og eru þetta fastir liðir fram á vor, veitir ekki af að losna við orkuna á einhvern hátt.
Og já í sambandi við þennan blessaða handbolta. Mér finnst soldið skrítið að nú þegar ég er búin að búa í DK í 1 ár og 7 mánuði þá er ég farin að halda meira með Danmörku en Íslandi. Maður er nátturlega ekkert með á nótunum hvað er að gerast á klakanum nema að maður lesi mbl.is þannig að ósjálfrátt dregst maður inn í þetta á þennan máta, allaveganna yrði ég svekktari ef Danir dyttu út en Ísl. Auðvitað blundar alltaf Íslandsástin í manni en þegar maður er ekki með þetta allt í kringum sig er auðvelt að hleypa einhverju nýju inn, æi það er svo erfitt að útskýra þetta. Ennnn ég veit samt ef Ísland og Danir keppa á móti hvort öðrum þá er Íslendingablóðið sterkara.
Amma, pakkarnir voru að koma. Takk kærlega fyrir. Þú ert best.
Jæja það þýðir víst ekkert að hanga í tölvunni í allan dag.
Venlig hilsen. Ævintýrafararnir.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég er á innsoginu Auður, maður heldur með Íslandi nó merer vat!! Á MBL með þig kona og á síðuna í blíðu og stríðu hjá strákunum og þá fer ekkert fram hjá þér!!
Ég hélt meira að segja með norðmönnum þegar þeir kepptu við dani össss.
Handboltakveðjur,
Hafdís

ps. Áfram Ísland! (skítt með danina hahahahhahah)

9:26 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Góða helgi :-) og ÁFRAM ÍSLAND.. !!!

4:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ! Mér svelgdist á....halda meira með Danmörku EN Íslandi, nej hvad for helv.....það má ekki gerast!!!!! Maður er gersamlega að missa sig yfir þessu, ótrúlegt hvað pumpan þolir! Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!!!

2:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home