fimmtudagur, desember 21, 2006

Birta 5 ára í dag.

Hún Birta, yndislegasta og fallegasta stelpan í heiminum er 5 ára í dag. Þessi elska er hjá pabba sínum þessa stundina svo ég get ekki knúsað hana en hún verður sko knúsuð í klessu þegar við komum til Íslands. Alveg ótrúlegt að það séu liðin 5 ára síðan þessi prinsessa kom í heiminn, svona rétt fyrir jólin.
Innilega til hamingju með daginn elsku besta Birta okkar. Við elskum þig og söknum þín mikið, hafðu það sem allra best hjá pabba og Kristófer og vonandi færðu fína afmælisveislu.
Ástarkveðja. Mamma, Jói og Ari Rafn.

12 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með dótturina í dag... Hafði það sem allra best og góða ferð hingað heim..

10:01 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með skvísuna. Hún er sko ekkert smá sæt þessi skotta. Vona að þið hafið það sem allra best og ef þú hittir mína þarna á fróni þá máttu knúsa þá frá mér.
Hafdís

2:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með skutluna, þau eru ekki neitt smá fljót að stækka þessi kríli. Hlakka til að hitta ykkur og gangi ykkur vel heim.

10:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með dömuna. Hlakka til að hitta ykkur, jólakortið ykkar var póstlagt á Borgarsand 2 þar sem maður var frekar seinn í þeim pakkanum í ár.
kveðja, Sigga Þ.

11:37 e.h.  
Blogger doralora said...

Til hamingju með hana!!!

6:24 f.h.  
Blogger AEL said...

Takk fyrir allar

8:09 f.h.  
Blogger Hafdís said...

Til hamingju með stóru stelpuna kæra frænka og fjölskylda.

11:34 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðileg jól fjölskylda.
Kveðja
Guðrún Elín og co í Útskálum

10:35 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðieg jól til allra og takk fyrir allt gamalt og gott.

Kv. Garðar

1:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með skvísuna og gleðileg jól.
Kveðja frá Svíaríki

3:37 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
Nýárskveja,
Hafdís og fj.

2:39 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ
Og takk fyrir síðast....minnir mig;) Mikið asskoti var þetta nú gaman. En hvernig væri nú að fara að setja inn nýtt blogg??? Það hefur ekkert komið hér inn síðan í fyrra????

9:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home