laugardagur, desember 09, 2006

RED HOT CHILI PEPPERS

RED HOT CHILI PEPPERS
Ó já það er komið að því, tónleikar í kvöld og við skötuhjúin barnlaus og vitlaus. Dreifum börnunum um hvippinn og hvappinn, B. er hjá Telmu vinkonu sinni, K. verður með Þorbjörgu og Arnaldi hjá Sigga pabba þeirra og AR litli stúfur verður hjá Heiðrúnu á fyrstu hæð. Ó MÆ GOD hvað ég er spennt, erum búin að bíða eftir þessu síðan í sept. Vona bara að þeir standi undir væntingum.

Fórum á jólaball í morgun í Jónshúsi og tókum Telmu með okkur, rosafjör og gaman að fara á eitt svona alíslenskt, engar eplaskífur og glögg en auðvitað saft, kaffi og piparkökur. Nú er Jói að syngja á sameiginlegum jólatónleikum nokkurra kóra í kirkju niðrá Striki og svo hittumst við á miðri leið á tónleikana, ætlum að reyna að fá okkur smá í gogginn og nokkra kalda og rokka svo bara feitt, vá hvað ég var kúl núna, ha ha.

Ég ætlaði að fara í gærkveldi með Kollu á julefest í Roskilde en mødregruppan hennar ætlaði að hittast og djamma saman en ég hafði bara ekki orku og hætti við. AR er búinn að vera veikur alla vikuna og við foreldrarnir nánast svefnlaus þannig að eitthvað varð að víkja og varð þetta fyrir valinu, svekkjandi en það kemur djamm eftir þetta djamm með Kollu.

Það styttist nú aldeilis í Íslandsför hjá okkur, aðeins13 dagar. Næsta helgi er algjörlega bókuð, julefest hjá K. á fritids á föstudag og jóladjamm hjá bekknum mínum, ætlum að hittast heima hjá einni og borða saman og fara svo á ball í skólanum. Á laugardaginn ætlum við svo að halda afmælisveislu fyrir B. hérna í børnerumminu á Kolleginu því K.og B. fljúga svo til Íslands sunnudagskvöld og verða hjá pabba sínum fram að jólum. Á laugardag er Jói svo að fara á jólahlaðborð með vinnunni, verður það á einhverju Casino svo það er eins gott að minn missi sig ekki á spilaborðunum eða í kössunum. Aðeins 7 skóladagar eftir, jibbí.

Nú er komið nóg, best að pakka liðinu oný tösku fyrir kvöldið.
Geggjaðar rokkkveðjur. Ævintýrafararnir.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Góða skemmtun og "rokkið feitt!;-)!!!!

4:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, góða skemmtun í kvöld... Skál !! og allt það..

5:15 e.h.  
Blogger Lilja said...

jæja, hvernig var á tónleikunum?

Mér heyrðist vera gaman miðað við skilaboðin á talhólfinu mínu, heyrði þrusugott gítarsóló :D

2:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jæja, hvernig var svo???? þarf sko að hafa eitthvað annað að lesa en stærðfræði núna...
kveðja úr prófstressi, Sigga Þ.

7:29 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home