sunnudagur, nóvember 12, 2006

Ritgerðin tilbúin og allt í stressi

Jess, er loksins búin með ritgerðina. Miklu fargi af mér létt. Stressið er reyndar ekki alveg úr sögunni því næst á dagskránni er að skila ritgerðinni inn í fyrramálið, svo er að undirbúa kynningu á henni sem á að taka 5 mín. Ó mæ god, að standa fyrir framan bekkinn og tala í 5 mín og svara svo spurningum. Ef ég á ekki eftir að deyja úr stressi þá heiti ég Þuríður. Annaðhvort á fim eða fös á ég að kynna "meistaraverkið", fæ að vita það í fyrramálið.
Fórum í matarboð í gærkveldi til Eiríks og Guðfinnu. Borðuðum klikkaða nautalund sem við reyndar komum með sjálf en Eiríkur eldaði á meistaralegan máta og drukkum rauðvín með. Síðan var spjallað og drukkið fram á kvöld á meðan börnin léku sér og gláptu á tv. Vorum að skríða heim rétt eftir miðnætti þannig að það var sofið fram eftir morgni, sko bara sumir.
Í dag var ég svo bara hérna heima að vinna í ritgerðinni og Jói fór með börnin á flakk svo ég fengi frið, hann er svo yndislegur þessi elska.
Vinkonur mínar þær Sigga og Sólrún mættu víst til Köben í dag og ætla vera hér í nokkra daga. Ætla að reyna að hitta eitthvað á þær á morgun og trufla þær aðeins við innkaupin.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæ hæ bara svona stoppa við hjá þér og kvitta fyrir mig en allavega flott með ritgerðina þú átt eftir að rúlla þessu upp hef trölla trú á þér vertu bara fegin þegar þetta er allt yfirstaðið ;O) en þú stendur þig vel og bara 2 thumbs up einsog maður segir ;O) bið að heilsa í bili kv til Hrannar og Þeirra líka ;O)
Kv Steinunn og Alex

2:27 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hef tröllarú á því að þér gangi vel með flutningin á ritgerðinar og að standa fyrir svörum.
Það eru svoddan kjarnakonur í okkar fjölskyldu. hehe

1:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hlakka til að hitta ykkur um helgina. Verum betur í bandi með stað og stund.
Kveðja Hafdís

3:57 e.h.  
Blogger AEL said...

Takk Steinunn og Hafdís frænka, þetta reddast.
Já Hafdís endilega.

4:38 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home