þriðjudagur, október 24, 2006

Lífið á Dalslandsgade

Þessi dama kom svona heim í fyrradag, alveg rosalega ánægð, eldri stelpurnar hérna á kolleginu höfðu gert þetta "meistaraverk".


Sætu strákarnir okkar að leika sér á gólfinu.

Þá er K. búinn að vera heima í gær og í dag með hita og hósta. AR hefur sloppið við hitann hingað til en er bara kvefaður. Erum að fara á eftir með hann í sprautu, vona að hann næli sér ekki í hita við það.

Fórum í gær í síðasta babymusik, er svekkt yfir að geta ekki farið á framhaldsnámskeiðið en svona er lífið, maður getur ekki gert allt.

Fór í aerobicið í gær eftir 2 vikna stopp sökum frís, veikinda og fundarsetu. Hrikalega gott að byrja aftur, harðsperrurnar láta á sér kræla á ný, bara merki um að það séu vöðvar einhversstaðar þarna.

Biðjum að heilsa í bili. Ævintýrafararnir.

5 Comments:

Blogger Lilja said...

Ertu í babymusik í Jónshúsi?

7:48 e.h.  
Blogger AEL said...

Nei, hérna í Kvarterhúsinu, efsta hæðin á bókasafninu.

9:39 e.h.  
Blogger Lilja said...

OK, þetta er örugglega svipað og ég fór með LV í í Leikhöllinni, er ekki sungið, spilað á hljóðfæri og dansað með börnin í fanginu? Sungið fyrir hvert og eitt barn þegar þið mætið og þannig?

1:22 e.h.  
Blogger AEL said...

Jú, þetta er eitthvað svipað.
Var nú á báðum áttum fyrst hvort ég ætti að fara en þetta var sko þess virði.

3:55 e.h.  
Blogger Lilja said...

Já, ég líka en þetta var bara skemmtilegt. Ég fór í 1 tíma í Jónshúsi með Röggu og það var alveg eins og á Íslandi. Líka gaman að hitta aðrar mömmur sem nenna að tala um brjóstagjöf og slappan maga ;)

1:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home