föstudagur, október 20, 2006

Enn ein helgin

Fengum póstkort frá stóra stráknum okkar, þau voru búin að gera ýmislegt skemmtilegt og hann búinn að eignast einhverja vini. Hlökkum mikið til að fá hann heim á morgun.
Við fórum í bíó í gær, sáum lille grimme ælling. Þrælskemmtileg mynd með miklum húmor, B. var alveg hæstánægð með bíóferðina.
Eitt sem mér fannst gaman var að sjá einn þekktasta leikara Dana þessa dagana, Hafdís Sig, Lilja og einhverjir fleiri, þið vitið sko hvern ég meina, það er leikarinn sem leikur Nikolai í Nikolai og Julie. Hann var með guttann sinn í bíó, algjör sjarmur yfir þessum gaur.
Fengum þær frábæru fréttir í gær að systursonur Jóa hann Raggi skrifaði undir þriggja ára samning við sænska félagið IFK Gautaborg. Raggi er 20 ára og hefur spilað með Fylkismönnum allan sinn feril ásamt því að hafa átt sæti í yngri landsliðum Íslands, nú síðast í U21 árs landsliðinu. Gott hjá Ragga frænda, innilega til hamingju með þetta.
Erum búin að setja lykilorð á barnalandssíðurnar okkar, ekki vera feimin við að biðja um lykilorðið.
Frábært, það er komin helgi. Ekki það að ég finn mikinn mun en það er bara svo gott að hafa unnustann heima og börnin og dúlla eitthvað saman.
Hafið það gott um helgina dúllurnar mínar.
Farvel. Ævintýrafararnir.

1 Comments:

Blogger Lilja said...

Ohh, já hann er ótrúlegur mikið hönk, man samt ekki hvað hann heitir.

Sammála með helgarnar, þó maður sé ekki að vinna er ótrúlega gott að allir séu í frí og maður gerir eitthvað uppbyggilegt saman.

10:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home