fimmtudagur, október 05, 2006

Nóg að gera

Afmælisbarn dagsins er hann Kristján Jarl en foreldrar hans eru Ósk jæjakona og Georg. Kristján Jarl er 3 ára. Innilega til hamingu með guttann og hafið það sem allra best elsku Ósk og Georg.
AR er í mótmælahug þessa dagana, hann byrjaði á því í fyrradag að vilja ekki drekka úr brjóstinu. Hann drekkur á næturna og kannski einu sinni yfir daginn, sem þýðir það að mamma hans verður að mjólka sig af og til, ekki gaman. Veit ekki hvort að hann taki þessu dagmömmudæmi svo alvarlega að hann sé bara að hætta því hann sé orðinn svo stór, hann byrjaði nefnilega á þessu daginn sem hann byrjaði að fara til hennar. Ef svo er er hann bráðgáfaður, ekki spurning. Vona reyndar að þetta sé bara eitthvað tímabil hjá honum.
Fer í annan aerobictímann í dag, er með harðsperrur á ýmsum stöðum eftir síðasta tíma en ekki eins slæmar og ég bjóst við. Eftir aeoribicið fer ég svo á foreldrafund á fritidsheimilinu, nóg að gera.
Verð með B. heima á morgun því leikskólinn er lokaður, vinnudagur hjá starfsfólki. Arnaldur Goði verður hjá okkur fyrir hádegi því mamma hans þarf í skólann, verður eflaust mikið fjör.
Svo ætlar mamman á heimilinu að fara í FIELDS ásamt Jette vinkonu minni að kaupa eitt stk sjónvarp, okkar er gjörsamlega að segja sitt síðasta, slekkur bara á sér þegar því sýnist. Jette er svo elskuleg að skutla mér því ekki er hægt að fara með sjónvarp í metró.
Íslendingunum fjölgaði hér á kolleginu í gær þegar Elín og Örn Ingi eignuðust dreng, það fæðast bara endalausir strákar, verður glæsilegt gengi hér næstu árin.
Jæja, farin í vaskehuset.
Venlig hilsen. Ævintýrafararnir.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já hann er ábyggilega alveg bráðgáfaður drengurinn, það er ekki spurning
Hafið það sem best.
Kveðja Hafdís

5:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Erum við ekki öll bráðgáfuð í ættinni? :)
Kveðja frá Svíaríki

9:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ bara að kvitta. Það er ekki að spyrja að því úr hvorri ættinni drengurinn hefur allar þessar gáfur;) Lítið að frétta héðan, það var náttlega bara gaman fyrir norðan í réttunum.Heyrumst síðar!!!

12:31 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

helgarkvitt, var að vinna á kvennakvöldinu í Árhúsum í gær, það var svaka fjör og allir í stuði.
kveðja Guðrún Elin

1:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home