þriðjudagur, október 03, 2006

Flere penge for vores børn

Áttum bara rólyndishelgi fjölskyldan.
Við mæðgurnar fórum í fyrsta sunnudagaskóla vetrarins í Jónshúsi. Bara hin fínasta mæting á fyrsta degi, 12 börn.
Við AR fórum í gær í 3 tímann í babymusik, minn maður er bara farinn að raula þegar við mætum á svæðið, hann hefur voða gaman af þessu. Fórum svo í mömmó á eftir til Jette, erum að skipuleggja samveru án barna, s.s. djamm, maður verður nú að fara í bæinn með innfæddum.
Og vitiði bara hvað, húsmóðurin á heimilinu byrjaði í aerobic í gær, verð í þessu tvisvar í viku, 1 1/2 tíma í senn hér á kolleginu. Hélt að ég ætti nú ekki eftir að segja það en þetta er bara þrælgaman. Er reyndar núna að verða var við harðsperrur en það fylgir þessu víst. Já, svo fann ég magavöðvana einhversstaðar, gott að vita að þeir eru tilstaðar.
Við B. ætlum svo í gymnastik í dag þannig að það er endalaus hreyfing þessa dagana, veitir ekki af.
Þessi sætasti gutti í heimi fór í fyrsta skiptið í dag í aðlögun til dagmömmunnar, var hress fyrst um sinn en varð fljótlega pirraður vegna þess að hann vaknaði kl. 5:00 í morgun, mömmu sinni til mikillar gleði, NOT!!!!!!!! Förum aftur í fyrramálið og tökum þetta bara rólega þessa vikuna, höfum mánuð til stefnu.
B. er heima í dag vegna mótmæla leikskólastarfsfólks, K. kemur svo heim strax eftir skóla því að fritids er lokað vegna þessa sömu mótmæla. Allt starfsfólk leikskóla, fritidsheimila, vöggustofa og þeirra sem vinna við aðhlynningar ætla svo að hittast niðrá Rådhuspladsen í dag því þingið kemur saman í dag, og mótmæla niðurskurði til þessara stétta, erum að spá í að mæta á svæðið og vera með því þetta kemur jú manni við, er nú að mennta mig í þessari starfsgrein.

Hej hej. Ævintýrafararnir í mótmælaham.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæ hæ elsku auður mín verð að viðurkenna það að mér finnst alltaf gaman að lesa bloggið hjá þér hehehe en allvega ég er alveg sammála þér meina afhverju ættir þú ekki að mótmæla þessu ? þetta óbeint þannig séð áhrif á þig og B og K og AR þannig að go for it en að öðrum orðum ég er bara búin að vera að vinna líke a mad man í gær og í dag og ég sver það mínir fætur eru þegar dauðir lol en allavega ég er að vinna í BreiðholtsSkóla sem skólaliði ég er að ræsta skólann allan daginn yndislega gaman eða þannig hehe og koma svo heim og þrífa eftir suma en svona er lifið en allvega þá erum við á sama báti með harð sperrurnar ég var þokkalega að reyna að skakk lappast hérna heima í gær mikið asskoti var það vont lol en allvega droppa aftur við seinna þegar ég hef orku til að kvitta fyrir mína ritgerð hérna inni lol Ps ég vinn frá 10-5 alla daga nema helgar gots to make the money þeir spretta ekki á trjánum svo mikið er víst bara mjög happy yfir að vera byrjuð að vinna aftur og það eru allir búnir að taka svo vel á móti mér og bjóða mig velkomna aftur var svona hálf partin létt en nóg um það í bili njótið vel og knús knús til ykkar allra
Bestu Kveðjur Steinunn og Alexander
sem er svo duglegur að vera einn heima eftir skóla og stendur sig eins og hetja ;O)

11:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kvitt,kvitt.. Kv. Þórunn

2:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Bestu kveðjur frá Sønderborg.
Hafdís

4:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

kvitt kv Dagrún og co

8:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home