Jibbí, nýtt sjónvarp.
Nokkrar myndir frá helginni.
Dísis kræst hvað ég er að drepast úr harðsperrum, fór í aerobic á fimmtudag og þar var þessi karlmannsblökkumaður og hann gjörsamlega gékk frá okkur í þessum fyrsta tíma, við hlupum nánast í 1 1/2 tíma og inná milli lét hann okkur gera svo boxæfingar. Fer aftur á morgun en þá er kvensan með tíma, sem betur fer, vona að ég geti hreyft mig eitthvað.
Fór með Jette vinkonu minni og systur hennar í FIELDS á föstudag og verslaði eitt stk sjónvarp, þessi ferð varð að einni fyndnustu innkaupaferð ever, maður varð samt að vera á staðnum til að finnast það. T.d. komum við tv. ekki inn í bílinn hennar nema að taka það úr kassanum og að sjá okkur reyna að troða því inní bílinn var bara fyndið, svo fundum við ekki fjarstýringuna þannig að ég fór aftur inn, drullufúl og heimtaði fjarstýringu, var sko búin að bíða eftir að fá tv. afhent í tæpa klst. Einn kall sagði að ég yrði að taka aftur númer og bíða, ÓNEI TAKK FYRIR. Ég greip þennan sem afgreiddi mig og heimtaði fjarstýringu, hann spurði ítrekað, ertu viss um að hún er ekki í kassanum? Ójá við vorum sko vissar. Hann þurfti þá að hlaupa upp í búðina sem tók nú alveg 10 mín og sækja stýringuna en svo kemur Jette til mín og hvíslar, ég fann helv..... fjarstýringuna undir tv!! Ég varð samt að bíða eftir gaurnum því hann var með pappírana mína þannig að nú eigum við tvær fjarstýringar, ha ha, alltaf að græða.
Sá gamli fór svo í mat og drykk hjá Sr. Þóri Jökli ásamt kórnum og fleira fólki og skemmti sér víst alveg ágætlega.
Á laugardaginn var svo skóli hjá K. en það var verið að opna nýja leiksvæðið fyrir framan skólann, fyndið það þarf að skikka fólk að koma í skólann til að vera við opnunina. Þannig að K. er í fríi á morgun í staðinn.
Sá gamli og B. eru í sunnudagaskólanum akkurat í þessum skrifuðu orðum og ég er bara heima í rólegheitunum ásamt strákunum mínum. Gott að vera bara í rólegheitunum á sunnudögum.
Jæja, sá yngsti heimtar mat. Bæjó. Ævintýrafararnir.
Dísis kræst hvað ég er að drepast úr harðsperrum, fór í aerobic á fimmtudag og þar var þessi karlmannsblökkumaður og hann gjörsamlega gékk frá okkur í þessum fyrsta tíma, við hlupum nánast í 1 1/2 tíma og inná milli lét hann okkur gera svo boxæfingar. Fer aftur á morgun en þá er kvensan með tíma, sem betur fer, vona að ég geti hreyft mig eitthvað.
Fór með Jette vinkonu minni og systur hennar í FIELDS á föstudag og verslaði eitt stk sjónvarp, þessi ferð varð að einni fyndnustu innkaupaferð ever, maður varð samt að vera á staðnum til að finnast það. T.d. komum við tv. ekki inn í bílinn hennar nema að taka það úr kassanum og að sjá okkur reyna að troða því inní bílinn var bara fyndið, svo fundum við ekki fjarstýringuna þannig að ég fór aftur inn, drullufúl og heimtaði fjarstýringu, var sko búin að bíða eftir að fá tv. afhent í tæpa klst. Einn kall sagði að ég yrði að taka aftur númer og bíða, ÓNEI TAKK FYRIR. Ég greip þennan sem afgreiddi mig og heimtaði fjarstýringu, hann spurði ítrekað, ertu viss um að hún er ekki í kassanum? Ójá við vorum sko vissar. Hann þurfti þá að hlaupa upp í búðina sem tók nú alveg 10 mín og sækja stýringuna en svo kemur Jette til mín og hvíslar, ég fann helv..... fjarstýringuna undir tv!! Ég varð samt að bíða eftir gaurnum því hann var með pappírana mína þannig að nú eigum við tvær fjarstýringar, ha ha, alltaf að græða.
Sá gamli fór svo í mat og drykk hjá Sr. Þóri Jökli ásamt kórnum og fleira fólki og skemmti sér víst alveg ágætlega.
Á laugardaginn var svo skóli hjá K. en það var verið að opna nýja leiksvæðið fyrir framan skólann, fyndið það þarf að skikka fólk að koma í skólann til að vera við opnunina. Þannig að K. er í fríi á morgun í staðinn.
Sá gamli og B. eru í sunnudagaskólanum akkurat í þessum skrifuðu orðum og ég er bara heima í rólegheitunum ásamt strákunum mínum. Gott að vera bara í rólegheitunum á sunnudögum.
Jæja, sá yngsti heimtar mat. Bæjó. Ævintýrafararnir.
6 Comments:
hahaha get rétt ímyndað mér þetta dæmi með að troða sjónvarpinu í bílinn og svo að finna ekki fjarstýringuna og svo á endanum græddirðu 2 fjárstýringar LOL bara týpískt flottar myndir af krökkunum ;O)
Kv Steinunn
Fjarstýringar átti þetta nú að vera en ekki fjárstýringar hahaha
Góða saga :) alltaf að græða
Hellú.
Já konan var skyld þér hún var dóttir hennar Vigdísar sem er elsta systir hennar Erlu ömmu þinnar. Farðu inná mbl/andlát og skoðaðu þar.
Kvitt,kvitt.. kv. Þórunn
ég hélt að það kæmi mynd af sjónvarpinu fræga í lokin, he he
kveðja, GE
Skrifa ummæli
<< Home