mánudagur, október 09, 2006

Ákveðinn ungur piltur

Afmælisbarn dagsins er lítla krúttið hún Rakel Diljá en hún er bróðurdóttir gamla. Rakel Diljá er 3 ára í dag. Til hamingju með skvísuna elsku Tryggvi, Gréta, Sebastían og Sigrún Dís.

K. í fríi í skólanum í dag þannig að hann eyðir deginum á fritids. B. fór í ferðalag í dag með leikskólanum upp í sveit að kíkja á dýrin, alltaf spennó að fara í rútuferð.

Við AR fórum í babymusik í morgun, rosafjör, hann er alltaf svo kátur að hálfa væri nóg.
Hann er ennþá í brjóstamótmælum, hann fæst aðeins til að drekka einu sinni á sólarhring og þá á næturnar og aðeins vinstra megin, skil þetta bara ekki. 6 mánaða gaur á ekki að hafa vit á þessari sérvisku. Svo vill hann bara drekka úr stútglasinu sínu, vill ekki pela. Þessi rólegi piltur er að breytast í ákveðinn gaur.
Á morgun skil ég hann svo eftir hjá dagmömmunni í smá stund, það verður spennandi að sjá hvernig hann tæklar það. Við fórum nefnilega í heimsókn til Hrannar frænku í gær og hann grenjaði frá sér vitið þegar Michael tók hann, veit ekki á gott því þau ætla að passa hann næstu helgi þegar við gömlu fórum í brúðkaupspartý.

See ya later. Ævintýrafararnir.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Isss það verður allt í lagi með hann hjá henni....styrkir bara lungun....var það ekki alltaf sagt he he.
Mánudagskveðjur frá Sönderborg

2:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kveðja frá Svíaríki

4:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kveðja frá Bifröst

9:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Bara að líta við af gömlum vana. Til lukku með nýja sjónvarpið með tveimur fjarstýringum;). Alltaf að græða!!! Það fer nú að styttast að maður kíki í heimsókn, bara rétt rúmur mánuður. Það stefnir í að það verði stóra innrásin til Köben en kemur í ljós betur síðar, vonum það besta!!! Bestu kveðjur

10:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ, bara á rúntinum. Vertu bara fegin að hann vill ekki pela, það getur tekið tímann sinn að venja af honum aftur:-/... lenti alveg í því með gaurinn minn...
Kveðjur úr kuldanum, Sigga Þ.

1:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Halló öll sömul ;)
það er loksins farið að róast hjá mér þannig að nú getur maður farið að láta heyra í sér. Já, eins og Sigga nefndi þá verða líklega nokkrar jæjakonur í köben um miðjan nóvember og ekki væri nú leiðinlegt að hittast eitthvað. Að sjálfsögðu er mottóið "shop until you drop" en þar sem að maður er orðinn sjóaður í búðunum þarna þá tekur það örugglega helmingi styttri tíma en áður :)
Gaman að sjá að það gengur vel hjá ykkur. Við heyrumst síðar, knús og kossar

1:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ákveðinn ungur dengur :) kveðja Dagrun og co

7:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home