mánudagur, október 16, 2006

Sá stærsti í ferðalag.


Jæja, þá er elsta barnið farið í ferðalag og kemur ekki heim aftur fyrr en á laugardag. Það voru sko hressir krakkar sem voru mættir kl. 9.00 í morgun fyrir framan fritidsheimilið, framundan var rúmlega klst. akstur. Spennó spennó, minn mætti með fulla ferðatösku af fötum, svefnpoka, vasaljósi, einnota myndavél ofl ofl.
Ég, AR og B. skelltum okkur svo í babymusik, ákvað að leifa B. að vera í fríi í leikskólanum í dag.
Það gengur bara vel með AR hjá dagmömmunni, var hjá henni frá 8.00-14.30 á föstudag og ekkert mál. Byrjaði reyndar að væla þegar hann sá pabba sinn þegar við sóttum hann, þurfti eitthvað aðeins að klaga. Já, svo er litli kúturinn okkar farinn að sitja.
Á laugardaginn fengu við svo góða heimsókn, Kolla mætti með yngstu dótturina, Kristjönu Elínu. Sú hefur aldeilis stækkað.
Eftir að mæðgurnar fóru, fórum við með börnin í pössun, B. fór til Mikal vinar síns og fékk að gista hjá honum. Strákarnir fóru til Hrannar frænku og gistu einnig þar, við gömlu vorum nefnilega á leið í brúðkaupspartý hér á kolleginu, Hjalti og Linda giftu sig í ágúst á Íslandi og ákváðu svo að halda smá teiti fyrir vini sína og kunningja hér í DK. Þetta var hið besta partý og er heilsan reyndar ekki enn komin alveg tilbaka, allaveganna ekki hjá mér.
Ég er nú byrjuð að undirbúa praktikverkefnið mitt en ég þarf að skila 10-12 síðna ritgerð um veru mína í praktíkinni sem ég var í áður en ég fór í fæðingarorlof. Ritgerðinni þarf ég að skila um miðjan nóvember en ég byrja aftur í skólanum þann 6. nóvember.
Meira seinna...........
Bæjó. Ævintýrafararnir.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú rúllar þessari praktik skýrslu upp eins og ekkert, ég hef fulla trú á því.
Poj poj
Hafdís.

12:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

sammála síðasta ræðumanni :-)
kveðja GEP

11:23 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home