miðvikudagur, október 11, 2006

Aðlögun hjá litla prins

Litla krúsídúllan mín er nánast kominn yfir þessi brjóstamótmæli en nú mjólkar mamma hans minna en áður. Það er svo sem ágætt þar sem ég byrja í skólanum eftir 26 daga.
Ég skildi hann eftir í gær hjá dagmömmunni í u.þ.b. 40 mín og var það ekkert mál. Hún lét hann kveðja mig í hurðinni og hann brosti bara, vona að þetta verði alltaf svona auðvelt. Var með sting í maganum allar þessar 40 mínútur þannig að þetta er eflaust erfiðara fyrir mig en hann.
Svo í morgun fórum við í legestuen en þar hittast fimm dagmömmur á miðvikudögum ásamt börnunum sem þær passa og eyða deginum saman. Þar er sungið og leikið í ýmsum leikjum. Við þurfum sem sagt að fara með hann þangað á miðvikudagsmorgnum og sækja hann þar aftur. Hann var ágætlega hress í heimsókninni þangað til hann varð syfjaður en hann vaknar alltaf um kl. 6.00 (mömmu hans til mikillar gleði).
Á morgun skil ég hann eftir hjá henni frá 8:00 til 12:00, þá sefur hann þar og borðar.

Annað kvöld fer ég á fund í Sønderbroskole í sambandi við skólagöngu B. á næsta ári. Okkur foreldrunum er boðið að koma og skoða aðstæður í børnehaveklassen, spyrja spurninga og þessháttar.

Jæja, litli guttinn kallar. Bæjó. Ævintýrafararnir.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég fæ einkennilegt kítl í magann við tilhugsunina að snúllurnar okkar séu að fara í skóla OMG eins og það er eitthvað eitthvað svo stutt síðan þær voru bara nýfæddar :c)
Kveðja Hafdís

7:07 e.h.  
Blogger AEL said...

Nákvæmlega, við erum nýbúnar að hittast í mömmó á Hellunni!!

9:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahahah já það má eiginlega segja það. Var það ekki fyrir tæp hálfu ári eða svo?
Góða helgi.

10:16 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

kvitt og góða helgi

11:13 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home