miðvikudagur, október 18, 2006

Afmæli, barnsfæðingar ofl.


Afmælsbarn dagsins í dag er hún Sigrún Dís en hún er bróðirdóttir gamla. Sigrún Dís er 14 ára í dag. Innilega til hamingju með daginn elsku Sigrún Dís, hafðu það sem allra best. Sigrún Dís er víst stödd hérna í DK á fimleikaferðalagi, vonumst til að hitta hana um helgina.
Allt frekar rólegt þessa dagana hér heima, K. í ferðalagi, AR hjá dagmömmu, B. í leikskóla og við gömlu bara að dúlla okkur hérna heima.
Fór með B. í dag og keyptum reiknisbók og skriftarbók, sú stutta er svo áhugasöm að hálfa væri nóg, er að skrifa stanslaust.
Á morgun ætlum við að fara í bíó með skvísuna okkar á meðan AR er hjá dagmömmunni, aðeins að dekra hana á meðan stóri bróðir er í fríi. Það er svo mikið að gerast hérna í DK því það er haustfrí í skólum, allir að bjóða bestu kjörin.
Fékk fréttir af því að Gunnar Aron, æskuvinur minn frá Hellu var að eignast stúlku með henni Dýu sinni. Alltaf gaman að heyra slíkar fréttir, til lukku með skvísuna.
Jæja, kallinn á kóræfingu, best að gera eitthvað af viti á meðan, t.d. sinna börnunum.
Venlig hilsen. Ævintýrafararnir.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ,hæ allt gott að frétta,, Kveðja frá Selfossi :-)

12:37 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ kvitt sama sagan hér :) kveðja Dagrún og co

8:52 e.h.  
Blogger Garon said...

Hæ, takk kærlega fyrir góðar kveðjur.

2:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home