sunnudagur, október 22, 2006

Synir með hor

Góð samfella!!!!

7 mánaða gutti sem svaf í alla nótt, án þess að drekka!!!!


Já, drengurinn er kominn heim úr 6 daga ferðalaginu sínu, alsæll og drullukvefaður. Skemmti sér alveg svakalega vel og ætlar sko í öll svona ferðalög sem hann getur komist í. Núna er hann lasinn, hóstaði greyið í alla nótt og er með hitavellu, betra nú en í ferðalaginu. Þurftum að bíða hátt í tvo tíma eftir rútunni þegar þau voru að koma heim, lentu í vegavinnu á hraðbrautinni og það er ekkert gaman. En danir klikka sko ekki á því, einn pædagoginn var kominn á undan og sá skellti nú bara einum bjórkassa út á stétt og einum goskassa og værsgo, allir sem biðu hæstánægðir með það. Það var svo mikil stemning þegar þau komu svo, allir veifandi danska fánanum eins og við værum að taka á móti landsliðinu okkar, já þessi þjóð kann þetta sko.
B. og sá gamli eru í sunnudagaskólanum þessa stundina og ég heima með strákana mína og báðir með hor. Vona að AR sé nú ekki að verða veikur líka því á morgun er síðasti tíminn í babymusik og svo mömmó hjá Charlotte.
Smá skilaboð til Erlu ömmu: Ég er búin að panta borð í tívolíinu en það var upppantað á veitingastaðnum, hann ætlaði að hringja ef það yrðu einhverjar afpantanir.
Jæja, sá yngri kallar.
Farvel. Ævintýrafararnir.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Er amma Jórunn að fara að koma til þín?? Hvenær þá??
Kveðja frá Svíaríki

8:41 f.h.  
Blogger AEL said...

Hún, mamma og pabbi koma 26. nóv til 29. nóv.

9:25 f.h.  
Blogger Lilja said...

HAha, amma Jórunn :) Fyndið að heyra/sjá svona!

6:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Haha já það er fyndið að við köllum hana sitthvoru nafninu. Hún hefur alltaf verið amma Jórunn í mínum huga. Já það væri nú gaman að reyna að kíkja á ykkur þá þegar hún er hjá ykkur ef það væri í lagi og vel liggur á hjá okkur.

7:42 e.h.  
Blogger AEL said...

Já endilega. Verðum bara í bandi.

8:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ góðar kveðjur , kv Dagrún og co

9:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Meira að segja ég utanfjölskyldukonan kváði; HA hver er eiginlega amma Jórunn??!! hahahah ein með þetta alveg á hreinu.
Og já hann er sko æði þessi leikari (hann Nikolaj haha)svo mikill sjarmöööör eitthvað, ég er sko alveg sammála því.
Kveðja Hafdís.

1:23 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home