Einmitt, já já
Ritgerðarsmíðin gengur svona upp og ofan, ætla mér að klára að skrifa fyrir lau svo ég geti fínpússað hana yfir helgina. Veit ekki hvort ég sé að skilja efnið nógu vel en það á bara eftir að koma í ljós, þetta er nú einu sinni mín fyrsta danska ritgerð.
Fórum með K. til barnalæknis í morgun, sá gerði allskyns próf á honum, þroska og líkama. Næst á dagskrá er að læknirinn fer í heimsókn á fritidsheimilið hans K. og fylgist með honum þar. Við eigum svo að mæta án K. til hans þann 28. nóv og þá fáum við að vita hvað hann telur vera að eða ekki. Reyndar er K. orðinn mun betri í að leika við börn en það vantar ennþá talsvert upp á það sem við teljum "normal". Fengum að vita hjá Henrik, einum af starfsmönnum á fritids og sá sem hefur verið mest í þessu með okkur, að K. stóð sig rosalega vel í koloniferðinni og var virkilega duglegur að taka þátt í ýmsum leikjum og uppákomum með hinum börnunum, vonandi er þetta allt að koma.
Það styttist í hinar og þessar heimsóknir Íslandsbúa hingað í höfnina, vinkonur mínar, þær Sigga og Sólrún koma núna á sun. og verða fram á föst. Á mið, eftir viku koma svo hjónakornin, ha ha (hjóna) Hulda og Palli og verða, ja ég veit bara ekki hvenær þau fara heim. Svo koma mamma, pabbi og Erla amma sun 26. nóv og verða fram á mið 29. nóv. Stutt stopp en vonandi skemmtilegt, allaveganna eru við öll mjög spennt þó sérstaklega yngstu krílin.
Jæja, ég á víst að vera gera allt annað en að blogga þannig að nú segi ég stopp.
Farvel. Ævintýrafararnir.
Fórum með K. til barnalæknis í morgun, sá gerði allskyns próf á honum, þroska og líkama. Næst á dagskrá er að læknirinn fer í heimsókn á fritidsheimilið hans K. og fylgist með honum þar. Við eigum svo að mæta án K. til hans þann 28. nóv og þá fáum við að vita hvað hann telur vera að eða ekki. Reyndar er K. orðinn mun betri í að leika við börn en það vantar ennþá talsvert upp á það sem við teljum "normal". Fengum að vita hjá Henrik, einum af starfsmönnum á fritids og sá sem hefur verið mest í þessu með okkur, að K. stóð sig rosalega vel í koloniferðinni og var virkilega duglegur að taka þátt í ýmsum leikjum og uppákomum með hinum börnunum, vonandi er þetta allt að koma.
Það styttist í hinar og þessar heimsóknir Íslandsbúa hingað í höfnina, vinkonur mínar, þær Sigga og Sólrún koma núna á sun. og verða fram á föst. Á mið, eftir viku koma svo hjónakornin, ha ha (hjóna) Hulda og Palli og verða, ja ég veit bara ekki hvenær þau fara heim. Svo koma mamma, pabbi og Erla amma sun 26. nóv og verða fram á mið 29. nóv. Stutt stopp en vonandi skemmtilegt, allaveganna eru við öll mjög spennt þó sérstaklega yngstu krílin.
Jæja, ég á víst að vera gera allt annað en að blogga þannig að nú segi ég stopp.
Farvel. Ævintýrafararnir.
5 Comments:
bara á rúntinum :)
Kvitt, kvitt. Gangi þér vel með ritgerðina :-) Kveðja frá Selfossi.
Allt gott að frétta héðan, sé að það er svipa hjá ykkur læra læra læra.
Námskveðja Hafdís
Takk fyrir afmæliskveðjuna, gangi þér vel í skrifunum.
Hæ hæ, bara að leiðrétta misskilning, það er fimmtudagskvöldið sem við ætlum að hitta hjónakornin;) Gaman væri að hitta ykkur líka! Sjáumst
Skrifa ummæli
<< Home