föstudagur, nóvember 03, 2006

DEAL/NO DEAL

Vá hvað það styttist í skólagöngu mína, bara 3 dagar. Er orðin rosa spennt, kvíðin og bara allur pakkinn. Soldið sérstakt að fara í nýjan bekk, hitta og kynnast 25 nýjum manneskjum. Fékk sendar myndir af þeim svo ég geti séð hverju ég á von á.
Er búin að fara með AR í nokkra hjólatúra, þ.e. með hann í stólnum aftaná. Honum finnst þetta voða gaman, spjallar bara og syngur. Reyni að setja hérna inn mynd á næstu dögum, hann er BARA fyndinn með þennan hjálm. Er rosalega kvefaður þessa dagana, það er svona að byrja hjá dagmömmu og vera í kringum önnur börn.
Við gamli fórum í gær á fund í leikskólanum. Fundarefnið var hvort B væri tilbúin í skóla á næsta ári. Ójá, hún er sko tilbúin. Pædagogurinn sagði að hana vanti eitthvað til að nota heilann í, er stanslaust að skrifa og teikna. Tekur líka vel eftir og kann allt sem börn þurfa að kunna, t.d. klæða sig og skeina. Fengum að vita að hún er á fullu allan daginn, stoppar helst ekki og ef hún leggst niður til að hvíla sig er það í 10 sek. Hún leikur helst ekki við stelpur, þær eru bara ekki nógu spennandi.
Helgin verður frekar annasöm hjá okkur.
Á morgun fer gamli með Kollu systur sinni og Óla mág hérna í sjónvarpsstúdió þar sem er verið að velja þátttakendur í þáttinn DEAL/NO DEAL. Fyrir ykkur sem ekki vita þá er þetta svo peningakeppnisþáttur og ef vel gengur getur maður unnið mest 2 milljónir danskar. Kolla tekur Jóa og Óla með sér sem gesti, vonum bara það besta. Ég verð með prinsessurnar þeirra á meðan, það verður fjör.
Svo ætlar Anette skólafélagi minn að koma í heimsókn með dóttur sína, ég ætla að spyrja hana spjörunum úr í sambandi við praktikopgaven sem ég á að skrifa, hún var nefnilega með mér í bekk og er búin að þessu fyrir löngu síðan.
Um 18:00 er okkur svo boðið í sviðaveislu á Vesterbrogade. Þar hittast íslendingar og kannski nokkrir danir og borða svið, kjötsúpu, slátur, harðfisk og fullt af ýmsu góðgæti í boði Helga og fjölskyldu. Jói er búinn að vera að redda Helga ýmsum hráefnum fyrir veisluna.
Seinna um kvöldið er okkur svo boðið í 35 ára afmælið hennar Heiðrúnar en það er haldið í Jónshúsi. Í þetta sinn ætla ég að fara ein því pössun er bara ekki á hverju strái hérna.

Jæja, þetta verður ekki lengra að sinni.
Farið varlega um helgina. Ævintýrafararnir.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mmmm hvað mig langar í svið, njótu fyrir mig líka. Kveðja Iris

2:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Góða skemmtun um helgina :-)

3:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Góða skemmtun :)

1:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kaffið góða er komið í hus og tilbúið til flutninga :c)
Vona að þið eigið góða helgarrest.
Hafdís

11:36 e.h.  
Blogger Heiðrún said...

takk fyrir síðast og takk fyrir mig!

11:39 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home