þriðjudagur, október 31, 2006

Nóg að gera á stóru heimili

Gaman að sjá hvað þessir litlu dúllur hafa stækkað og þroskast.


Fórum í gær í síðasta mömmóinn í bili, er að byrja aftur í skólanum í næstu viku, shitt hvað er ég stressuð og líka spennt, allt í bland.

Ég ætla nú ekki að gleyma afmælisbörnum síðustu daga. Björgvin Thor, frændi hans gamla varð 2 ára þann 28. okt. Svo varð hún Hrönn frænka 48 ára í gær, þann 30 okt. Innilega til hamingju með daginn bæði tvö.

Búið að vera nóg að gera hér á heimilinu, AR fékk hita út frá sprautunni og var heima í tvo daga. Er alltaf jafn kátur hjá dagmömmunni, sem betur fer. Er farinn að borða 4x á dag, algjört matargat.

Börnin fóru á náttfataball á föstudagskvöldið hérna á kolleginu, K. vann stólaleikinn og kom heim með þetta fína spil sem hann fékk í verðlaun. Þau fengu kjötbollur, franskar og djús og komu mjög sátt heim.

Sá gamli fór út á lífið síðasta laugardag, hitti vinnufélaga sína í FIELDS og þeir skelltu sér í minigolf. Eftir það fóru þeir heim til eins og borðuðu saman, drukku og höfðu gaman. Svo var víst farið á einhvern pöbb og haft ennþá meira gaman fram eftir nóttu.

Ég og börnin mín skelltum okkur bara út að borða á Jensens þegar gamli fór með vinunum og það var bara fínt. Fengum okkur ís á eftir, voða kósí.

Jói var nú ekki þreyttari en það að hann fór svo á sunnudeginum og söng með kórnum í messu. B. fór með honum og fór í sunnudagaskólann á meðan. Ég og strákarnir komum svo á eftir og hittum þau í Jónshúsi. Við fengum okkur svo góðan göngutúr í gegnum miðbæinn, löbbuðum strikið og enduðum niðrá Rådhuspladsen. Þar var allt í fullu gangi í undirbúningi fyrir MTV verðlaunaafhendinguna sem verður þar 2. nóvember. Verið að reisa risasvið og ég veit ekki hvað.

Við kærustuparið ætlum að fara í IKEA á eftir að versla ýmislegt, nota tímann á meðan ég er ekki byrjuð í skólanum.

Biðjum að heilsa í bili. Ævintýrafararnir.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home