Ritgerðarsmíð
Helgin var fín. Fjölskyldan frá Roskilde kom í heimsókn og drógum við þau með okkur í sviðaveisluna. Þar fengum við BARA kræsingar, nammi namm.
Um 21 leytið drifu þau sig heim ásamt Jóa og börnum en þá lá leið mín í Jónshús þar sem ég lenti í þessari fínu afmælisveislu. Skellti í mig nokkrum öllurum og skotum og svo lá leiðin á einhvern skemmtistað en ég ákvað nú bara að drífa mig heim sem ég sá nú ekki eftir á sunnudeginum.
Svíþjóðarbúarnir Íris Gyða frænka og Arnar hennar eignuðust dreng síðastliðinn laugardag og gekk víst allt eins og í sögu. Enn og aftur, innilega til hamingju.
Já, í dag var stóri dagurinn. Fyrsti skóladagurinn eftir fæðingarorlof. Byrjaði svo sem ekkert sérstaklega vel, ég settist inn hjá vitlausum bekk en endaði að lokum í réttum, B klass. Ég kynnti mig auðvitað eins og góðum íslendingi sæmir, líst mjög vel á bekkjarfélaga mína svona í fljótu bragði, fleiri þjóðerni en bara danir, t.d. tyrki og ein sem ég spjallaði mikið við en hún er líka ný og kemur frá Eystlandi. Var einnig að koma úr fæðingarorlofi. Nú er það bara að bretta upp ermarnar og skrifa eitt stk. ritgerð og skila henni á mánudagsmorgun kl. 9.00. Ef ég á ekki eftir að vera með skitusting og andvökunætur næstu daga þá veit ég ekki hvað. Til að byrja með hef ég ekki skrifað ritgerð í svona c.a. 10 ára og þar að auki ekki á dönsku en ÞETTA REDDAST.
Erum að fara á eftir í Sönderbroskole með B. og kíkja á börnehaveklassen. Sjá hvar hún verður þegar hún byrjar í skólanum og svo eigum við að skrá hana í skólann og á fritidsheimili. Eins gott að gera þetta strax, ekki nema 9 mánuðir þangað til hún byrjar, ha ha.
Jæja, best að hætta þessu bulli og að demba sér í lærdóminn. Farvel. Ævintýrafararnir.
9 Comments:
Jahá það er hvorki meira né minna alltaf nóg að gera hjá ykkur heyri ég til hamingju með litla frændann og skemtu þér vel við að skrifa ritgerðina á dönsku en þú neglir þetta nú bara flott myndin af krökkunum og vonndi skemmtirðu þér bara vel um helgina ;O) Bið að heilsa öllum og innilegar afmæliskveðjur til Hrannar þótt seint sé Bið að heilsa í bili Ps öfunda þig ekki af þurfa að gera ritgerðina lol
Hvað þú verður ekki í vandræðum með þessa ritgerð :)
Ég hugsa alltaf að ég stend mið laaang best þegar ég er með í maganum og stressuð yfir e-m hlut, þá vandar maður sig svo mikið :)
Rúllar þessu upp, hefur líka fullt af dönsku snillum í kringum þig á kolleginu.
Já já þú rúllar þessu kona. Gangi þér vel.
Kveðja Hafdís
Gangi þér vel í skólanum þú verður nú ekki í vandræðum með þetta gamla!!! Svo væri nú gaman að hitta ykkur í næstu viku, lokssins er komið að því búnar að bíða lllleeennnnnggggii!!!! Bestu kveðjur og sjáumst í næstu viku.
Jæja þá byrjar það aftur hjá þér góða mín, gangi þér vel í náminu.
Gangi þér vel með ritgerðina, þú verður ekki í vandræðum með svona "smáhluti"
kveðja
Guðrún Elín
Takk fyrir hvatninguna allar saman, þið eruð yndislegar.
Takk fyrir kveðjuna, okkur líður alveg rosalega vel og drengurinn er svo góður, bara borðar og sefur.
Kveðja frá Svíaríki
Skrifa ummæli
<< Home