þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Fyrirfram jólagjöf.

Óli mágur Jóa var afmælisbarn gærdagsins. Hann varð 34 ára gamall. Innilega til hamingju með gærdaginn elsku Óli.
Jæja, nú er ég búin að skila ritgerðinni minni og nú erum við 3 í hóp sem erum að finna sameiginleg atriði í ritgerðum okkar og finna nokkrar spurningar sem við spyrjum aðra 3 út í þeirra ritgerðir. Á fimmtudag eigum við að spyrja og á föstudag nákvæmlega kl. 9,45 eigum við að framleggja okkar ritgerðir, svara spurningum og fá gagnrýni.
Hitti vinkonur mínar þær Siggu og Sólrúnu í gær og fór með þeim aðeins að versla í FIELDS. Ætlum svo á fimmtudag að fara út að borða ásamt Huldu og Palla og Kalla bróður Sólrúnu og danskri kærustu hans. Ætlum að fara á ástralskan veitingastað við Rådhuspladsen sem býður meðal annars upp á krókódíl, kengúru og emu þannig að þetta verður ansi spennandi.
Fórum í dag að skrá Birtu í skóla á næsta ári. Settum í séróskir að hún fari í sama bekk og færeyski vinur hennar Mikal. Mikal´s foreldrar gerðu hið sama.
Haldiði ekki bara að minn elskulegi unnusti hafi dregið mig með sér í dag og keypt handa mér þennan flotta leður skrifborðsstól til að hafa við tölvuna, svona fyrirfram jólagjöf. Smá munur frá garðplaststólnum sem við höfum notað.
Jæja, er að elda grjónagraut handa liðinu. B. og Jói eru í gymnastik og strákarnir mínir eru að horfa á teiknimyndir þó aðallega K.
Þangað til næst. Ævintýrafararnir.

9 Comments:

Blogger Lilja said...

Voða áttu góðan mann ;)

1:30 e.h.  
Blogger Lilja said...

Voða áttu góðan mann ;)

1:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það hefur án efa verið mikið stuð á ykkur Rangæingum þarna samankomum....ummm krókódía- og keingúrukjöt, hljómar spennó!!
Sjáumst fljótlega.

2:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Reef´n beef geðveikur veitingastaður fór þangað síðast þegar ég var í köben. Ég fékk mér eimmitt krókódíl í forrétt og hann var geðveikt góður smakkaði svo líka aðeins hjá hinum en þær voru með kengúru og emua sem var mjög gott líka. Góða skemmtun og verði þér að góðu :-)

9:54 f.h.  
Blogger fghkfghk said...

Ætlaði bara að skila kveðju, langt síðan ég hef heyrt í ykkur!!

hæhæ

10:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú mannst nú eftir honum Eyjólfi sem var bílstjóri hjá kjötvinnslu nóatúns......heldurðu að hann sé ekki bara bílstjóri hjá TVG-zimsen þar sem ég er að vinna......:-)

1:49 e.h.  
Blogger AEL said...

En fyndið Íris, skilaðu kærri kveðju til hans þegar þú hittir hann næst.

3:15 e.h.  
Blogger Lilja said...

Úúú Íris, ykkur Eyjólfi er bara ætlað að vinna saman, og hann að keyra fyrir þig :)

Alltaf þegar ég hugsa um hann Eyjólf (bílstjóra) þá sé ég fyrir mig danska markvörðinn, þennan sem var svo flottur! Hvað heitir hann aftur Auður?

3:57 e.h.  
Blogger AEL said...

Scmeichel

5:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home