föstudagur, nóvember 17, 2006

Jess ég náði!!!!

Ég er búin að framleggja og fékk ritgerðina mína góðkennda eins og við segjum hérna í Danmörkinni. Vá hvað þetta er mikill léttir. Gekk bara þokkalega að framleggja og ég held að allir hafi bara skilið mig svona að mestu. Kennararnir sögðu bara að ég ætti að tala aðeins hærra, þetta hef ég reyndar ekki heyrt fyrr, tala nú frekar í hærri kantinum en tengi þetta nú bara við stressið. Fékk ok við öll meginatriðin í ritgerðinni og þau bentu mér bara á að láta dana lesa yfir ritgerðirnar mínar í framtíðinni svo ég fái svona danskan brag á hana.
Nú fyrst finnst mér ég geti hugsað til jólanna og til þess að mamma og þau eru nú bara að koma eftir 9 daga.
Fór nú reyndar út að borða í gær og tók strákana mína með og hittum þar góðan hóp af íslendingum sem ég minntist á í síðasta bloggi. B. og J. voru heima vegna ælupestar þeirrar stuttu. Kom heim úr leikskólanum um morguninn. Aftur að matnum þá var þetta ansi athyglisverður matur, fékk mér krókódíl í forrétt og nautasteik í aðalrétt. Vildi bíða með að fá mér svona sérstakan aðalrétt þangað til unnusti minn kemur með mér. Hin fengu sér ýmist krókódíl, strút eða kengúru og smökkuðum við öll hjá hvort öðru. Þetta smakkaðist allt rosalega vel á hvert sinn máta og mæli ég sko með þessum veitingastað.
Ætlum að reyna að hitta á rangæingana Hafdísi, Leif og ormana þeirra eitthvað um helgina. Þau eru hérna í Köben á hálfgerðu ættarmóti, þ.e. systkin Hafdísar og makar þeirra og börn ásamt mömmu hennar.
Stefnt er bara á rólega helgi hér á heimilinu. Ætlum að halda upp á ritgerðaráfangann minn annað kvöld, borða góðan mat og kannski fá okkur smá rauðvín með.
Eigið góða helgi og farið nú varlega. Ævintýrafararnir.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með ritgerðina.. frábært hjá þér!! Ég er einmitt orðin sveitt yfir þessum 3 prófum sem ég fer í núna í byrjun des.. langt síðan maður var í þessum sporum að vera að fara í próf.. En þetta gengur vel SO FAR... Góða helgi:-) Kveðja úr kuldabolanum á Klakanum...

12:11 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hó!! Takk fyrir síðast, alveg var það nú hrikalega gaman og maður kemur nú til með að lifa á þessu í nokkuð langan tíma. Ekki leiðinlegt að segja að furulegasti matur sem maður hefur prófað sé emúi, kengúra, krókudíl og "snapper" veit ekki alveg hvað það er á íslensku. Þetta var bara gaman allt saman!! Bestu kveðjur úr KULDANUM á klakanum, brrr -7 þegar við lentum.

1:12 f.h.  
Blogger Heiðrún said...

til hamingju með ritgerðina, bráðum ætla ég að massa eina slíka, en fyrst aðeins að leggja mig og svo aðeins að taka til og svo aðeins...

5:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með ritgerðina. Kveðja frá Svíaríki.

6:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með ritsmíðin ég vissi að þú gætir þetta

12:09 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home