laugardagur, desember 02, 2006

Jólin nálgast.

Nokkrar myndir frá vikunni sem leið.

Amma að lesa bókina sem Kristófer bjó til.
Birta að kúra hjá afa.

Aðalgæjarnir, Kristófer og Davíð Ernir.

Langamma með yngsta langömmubarnið, Ísak Örn.

Íris Gyða með litla prinsinn sinn. Arnar og Birta með flottan svip.

Langamma og Ari Rafn.


Jæja, þá er gamla settið og oldemor farin heim á klakann. Áttum yndislega daga saman, á sunnudeginum borðuðu þau hjá okkur og á mánudeginum skelltum við okkur í Tívolí ásamt Írisi Gyðu frænku frá Sverige og hennar fjölskyldu. Á þriðjudeginum fórum við að versla í FIELDS og svo fóru þau út að borða með hópnum um kvöldið. Fyrri part miðvikudags var eytt í búðarráp, ég fór í skólann og svo fóru þau heim seinnipartinn. Við kærustparið notðum tækifærið á meðan við höfðum bíl og skelltum okkur í IKEA og keyptum hillur inn í stofu og skóskápa inn á gang, svo verslar maður alltaf eitthvað fleira þegare maður fer í þessa búð.

Í gærmorgun var julehygge hjá bekknum hans K. og fór Jói með honum og eyddi morgninum þar ásamt fleiri foreldrum, það voru auðvitað borðaðar eplaskífur og drukkið saft með.

Erum loksins búin að fá svar hjá barnalækninum hvað sé að hrjá K. í sambandi við hegðun hans og atferli, þó sérstaklega socialið. Fengum nafn á þetta sem ég ætla ekki að fara nánar út í hér en þetta var bæði áfall og á hinn bóginn gott að það sé búið að fá þetta á hreint svo við getum farið að gera það sem er best fyrir elsku besta strákinn okkar.

Þá er loksins kominn desember og við hér á heimilinu getum dregið fram jólaskrautið, búið að bíða eftir þessu ansi lengi, ég tala nú ekki um að opna súkkulaðidagatölin.

Við fjölskyldan erum að fara að jólaskemmtun í dag hjá gymnastik hópnum hennar B. og verðum með einn gest með okkur. Ætlum að passa hana Kristjönu Elínu litlu svo foreldrar hennar geti farið að horfa á fótbolta saman með vinum.

Þá held ég að þetta sé bara nóg í bili. Ævintýrafararnir.








7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hellú frænka
Það er satt sem þú segir, það er bæði áfall og léttir að fá niðurstöðurnar úr svona prófum, en nú er betra að halda áfram veginn maður veit hvað maður er að glíma við og lærir og skilur betur hvað maður er að glíma við. Gaman að sjá hvað þið höfðuð það gott öl saman.

9:59 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir síðast. Gott að það sé komin niðurstaða úr prófunum það er svo erfitt að vita ekki hvað sé að.
Kveðja frá Svíaríki

5:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hurðu frænka hvað er leyniorðið á síðuna hjá krökkunum??

12:39 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hafdish@bifrost.is

11:19 f.h.  
Blogger Lilja said...

Þið eruð flottust :) Hlakka svooo til að sjá ykkur öll sömul!

12:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ! Er aðeins að stelast frá próflestri... vona að við hittumst í jólafríinu! Kveðja, Sigga Þ.

2:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

HÆ,hæ er líka að stelast í próflestri (ha.ha.ha) Hlakka rosalega til að hitta ykkur um jólin :-)

3:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home