laugardagur, desember 16, 2006

Afmælisveisla í dag

Já ég veit, er ekki búin að blogga í viku en hef bara hreinlega ekki nennt að setjast niður og skrifa. Tónleikarnir voru nátturlega bara æði, vorum mætt kl. 18 en þá átti að opna en við biðum í röð í klukkutíma fyrir utan eftir að komast inn, það var svo sem allt í lagi, fínt veður og við gátum sötrað á nokkrum köldum og hitað okkur upp. Við komum okkur fyrir á þessum fína stað sem var aðeins hærra uppi en salurinn og þannig sáum við yfir alla, bara snilld fyrir svona lilla eins og mig. Upphitunarhljómsveitin var svona la la og svo komu ÞEIR og voru frábærir, hefðum reyndar viljað fá aðeins fleiri af gömlu lögunum en þau nýju eru þrælgóð líka.

Annars er bara búið að vera nóg að gera í vikunni, K. með gubbupest þri-mið og svo í gær var julefest á fritids. AR en ennþá drullukvefaður og virðist ekkert vera að ná þessu úr sér,vona að hann verði orðinn skárri þegar við fljúgum til Íslands sem er aðeins eftir 6 daga, jibbí. B. fór með köku og flødeboller í leikskólann í gær vegna 5 ára afmælissins sem er reyndar ekki fyrr en þann 21 en þá verður hún hjá pabba sínum, hún og K. fljúga annaðkvöld til Íslands. Svo í dag höldum við veislu hérna í barnaherberginu á Kolleginu fyrir bestu vini hennar úr leikskólanum og hérna á Kolleginu.

Ég fór í gærkveldi á julefest í skólanum mínum, við hittumst 14 kvensur heima hjá einni, borðuðum saman og fórum svo upp í skóla þar sem við tjúttuðum fram á nótt.

Í kvöld er Jói svo að fara á julefest með vinnunni sinni, eiga mæta kl. 17 upp í vinnu og fara svo með rútu á eitthvað hótel og casino þar sem verður borðað og djammað.

Og já, erum ekkert smá glöð núna, vorum að fá 36 sjónvarpsstöðvar og getum horft á einhverja leiki í enska boltanum, jess. Byrjar vel því það er Liverpoolleikur í dag en því miður náum við nú ekki að horfa á hann allan því þar er nú þessaða blessaða afmælisveisla.

Jæja, best að drífa sig að undirbúa veisluna.
Farvel. Ævintýrafararnir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home